+ All Categories
Home > Documents > Bandaríki Suður – Afríku · Botswana yfir til Zambíu hefði Suður‐ Afríka, sem þá...

Bandaríki Suður – Afríku · Botswana yfir til Zambíu hefði Suður‐ Afríka, sem þá...

Date post: 19-Jul-2020
Category:
Upload: others
View: 1 times
Download: 0 times
Share this document with a friend
56
Háskólinn á Bifröst Haustönn 2009 Námsmaður Leiðbeinandi Fannar Hjálmarsson Birgir Hermannsson Bandaríki Suður – Afríku Draumur eða tálsýn?
Transcript

Háskólinn á Bifröst    Haustönn 2009 

Námsmaður    Leiðbeinandi Fannar Hjálmarsson    Birgir Hermannsson 

Bandaríki Suður – Afríku 

Draumur eða tálsýn? 

 

 

 

Bls. | 3   

Háskólinn á Bifröst    Haustönn 2009 

Bandaríki Suður – Afríku 

Draumur eða tálsýn?  Námsmaður    Leiðbeinandi Fannar Hjálmarsson    Birgir Hermannsson    

Bls. | 4   

Útdráttur  Í  þessari  ritgerð    er  leitast  við  að  skoða    sögu    4ra  þjóðríkja  í  sunnanverðri  Afríku;    Botswana, 

Namibíu, Suður – Afríku og Zimbabwe.     Skoðun þessa byggi ég á völdum þáttum  til samanburðar 

milli  þessara  ríkja.    Í  því  skyni  rýni  ég m.a.a.  í    stöðu  lýðræðis    í  löndunum,  hvernig  og  hvort  að 

aðskilnaðarstefna hafi verið við  lýði þar að einhverju marki og hver séu áhrif hennar og ennfremur 

hvernig  efnahagsleg  uppbygging  þessara  ríkja  hafi  gengið.  Að  auki  koða  ég  hver  hafi  verið  áhrif 

bresku nýlendustefnunnar, þ.e.a.s. áhrif einstakra ákvarðana   breskra stjórnvalda  í þeim málaflokki 

hafi verið á þessi ríki. Þegar fjallað er um Afríku á tímum nýlendustefnunnar er ekki hægt að komast 

hjá því að ræða hvaða áhrif Cecil John Rhodes hafði á mótun þessa heimshluta. Stöðu þessara landa  

í dag ber ég saman við kenningar og stefnu hans  og hvort  þau stæðu betur í dag sem eitt, sameinað 

ríki. Engar afdráttarlausar niðurstöður er hægt að draga fram um það hvort þessi ríki væru betur sett 

sameinuð.  Hins  vegar  má  álykta  af  umfjöllun  þessari  að  tvennt  skipti  ríkin  mestu  um  alla 

efnahagslega  velferð;  annars  vegar  stöðugleiki  í  stjórnarfari,  sérstaklega  varðandi  þróun  mál 

innanlands og  hins vegar að  þau nái að halda í þann auð sinn sem fólgin er í hvítum íbúum landanna 

og tryggi því  áframhaldandi búsetu sem flestra þeirra  í  ríkjunum.  Þessi minnihlutahópur, í krafi hás 

menntunarstigs og og tæknikunnáttu sinnar, er í dag einn burðarása efnhagslegrar framtíðar ríkjanna 

sem er um leið grundvöllur tilveru þeirra sem sjálfstæðra ríkja.  

   

Bls. | 5   

Formáli  Áhugi minn  á  Afríku  vaknaði  fyrst  þegar  ég  sótti  áfangann  Vandamál  heimsins  (GISS)  sem    Juha 

Räikkä, gestakennara við Bifröst, hafði umsjón með og kenndi á sumarönn árið 2006. Það sem vakti 

helst  athygli mína  er  hve  lítið  rými  frétta  og  annarrar  fjölmiðlaumfjöllun      Afríka  virðist  fá  hér  á 

Íslandi.  Að mínu mati  virðist  lítill  sem  enginn  áhugi  vera  fyrir málefnum  Afríku  n  nema  í  þeim 

tilfellum,‐  að  því  er  virðist,  þegar  einstaklingar  og  fyrirtæki  kaupa  sé  r  friðþægingu  fyrir  eigin 

samvisku með  framlögum til hjálparstofnana á þessari heimsálfu. Áhuginn á viðskiptum og beinum 

samskiptum við ríki Afríku á jafnréttisgrunndvelli virðist að mínu mati vera óverulegur þrátt fyrir þá 

gríðarlega miklu auðlindir sem þar  liggja  í  jörðu og þau miklu  tækifæri sem  felast  í uppbyggingu á 

nýjum  mörkuðum.  Það  er  því  að  mínu  mati  nauðsynlegt  að  efla  samskipti  við  ríki  Afríku  því 

efnahaglegslægð þeirra virðist mér vera brátt á enda runnin. Efni og landrými eru endanleg gæði sem 

eru til  í miklu magni  í Afríku. Með  fjölgun  íbúa  jarðar mun nauðsyn þess að efla  landbúnað og svo 

mikilvæg  námuvinnslu  í  Afríku  aukast.  Þær  verðhækkanir  á  hráefni  og  matvöru  sem  hafa  sést 

undanfarin ár eru að mínu mati þau   viðmið sem við munum sjá  í  framtíðinni þegar efnahagslegar 

uppsveiflur eiga sér stað.  

 

 

 

 

 

 

 

 

.                                                                                                . 

undirskrift námsmanns 

   

Bls. | 6   

Efnisyfirlit  

 Titilsíða ..................................................................................................... Error! Bookmark not defined. 

Útdráttur ................................................................................................................................................. 4 

Formáli .................................................................................................................................................... 5 

Bandaríki Suður ‐ Afríku .......................................................................................................................... 7 

Inngangur ................................................................................................................................................ 8 

Botswana............................................................................................................................................... 13 

Namibía ................................................................................................................................................. 19 

Suður ‐ Afríka ........................................................................................................................................ 24 

Zimbabwe .............................................................................................................................................. 31 

Niðurstöður ........................................................................................................................................... 39 

Lokaorð ................................................................................................................................................. 43 

Heimildarskrá ........................................................................................................................................ 44 

Fylgiskjöl ................................................................................................................................................ 47 

Fylgiskjal nr.1 ..................................................................................................................................... 48 

Fylgiskjal nr. 2 .................................................................................................................................... 50 

Fylgiskjal nr. 3 .................................................................................................................................... 52 

 

   

Bls. | 7   

Bandaríki Suður ‐ Afríku Samanburðarrannsókn  á  sögu  og  þróun  í  fjórum  ríkjum  í  sunnanverðri Afríku 

sem öll áttu það sameiginlegt að vera í breska heimsveldinu þar sem áform voru 

uppi um að  sameina þau með einum eða öðrum hætti  í eitt  ríki. Þessi  ríki eru: 

Botswana, Namibía, Suður ­ Afríka og Zimbabwe. 

 

„I have my own views as to the future of South Africa, and I believe in a United States of South Africa“ 

‐ Cecil John Rhodes 

   

Bls. | 8   

Inngangur 

Markmið   þessarar   ritgerðar er að skoða sögulega þróun   fjögurra ríkja  í sunnanverðri Afríku.   Þau 

eru:  Botswana,  Namibíu,  Suður  Afríku  og  Zimbabwe.  Auk  þess  að  skoða  ríki  þessi  í  sögulegu 

samhengi reyni ég hér að greina og draga fram helstu þætti í þróun hvers og eins þessara samfélaga. 

Ástæða  þeirrar  ákvörðunnar minnar  að  velja  þessi  ríki  frekar  en  einhver  önnur  ríki  í  álfunni  er  

landfræðileg   nálægð   þeirra hvert við annað og ennfremur vegna  sameiginlegrar sögu þeirra sem 

fyrrum breskar nýlendur.  

Þegar  kapphlaupið  um  Afríku1  stóð  sem  hæst  árið  1983  sagði  einn  helsti  hvatamaður  

nýlendustefnunnar  í Afríku, heimsveldissinninn, fyrrum forsetisráðherra Höfðanýlendu og stofnandi 

og  formaður breska  Suður‐ Afríku  Félagsins2,  John Cecil Rhodes:  „I have my own  views  as  to  the 

future of South Africa, and I believe in a United States of South Africa, but as a portion of the British 

Empire.“3  Þessa yfirlýsingu hans mætti þýða þannig,   að hann sæi það fyrir sér  sem besta kost  að 

breska nýlendan í Suður ‐ Afríku yrði að miklu ríki sem myndi teygja sig langt til norðurs. Hugmyndir 

voru  þá  uppi  um  að    ná  hálendinu  í  sunnanverðri  Afríku  undir  bresk  yfirráð.  Frá  hálendinu  gæti 

breska heimsveldið drottnað  yfir  allri  sunnanverðri  álfunni og  langt  til norðurs  inn  í Mið  ‐ Afríku. 

Breska  sjálfstjórnarnýlendan  Suður  ‐  Rhodesía4  og  breska  verndarríkið,  Bechuanaland5,    átti  að 

sameina  inn  í Suður ‐ Afríska sambandið með tímanum. Smáríkin Swasíland og Lesotho, sem einnig 

voru undir stjórn Breta, átti einnig að sameina  inn  í Suður  ‐ Afríska sambandið en ekki mun verða 

fjalla um þessi ríki hér vegna þess að þau voru verndarríki með mikla sjálfstjórn í eigin málum, vegna 

smæðar  þeirra  og  landfræðilegrar  einangrunar.  Lesotho  er  innilokað  í  Suður  ‐  Afríku  á  meðan 

Swaziland liggur á stuttum kafla að Mosamique en er að öðru leyti innilokað ríki sem þarf að reiða sig 

á Suður  ‐ Afríku til að eiga  í samskiptum og viðskiptum við umheiminn.   Ástæða þess að ég kýs að 

fjalla  hér    einnig      um Namibíu6  er  sú  að  ríkið  komst  undir  beina  stjórn  Suður‐  Afríku  eftir  fyrri 

heimstyrjöldina og var loks innlimað inn í Suður ‐ Afríku nokkru eftir seinni heimstyrjöldina.  

                                                            1 Kapphlaupið um Afríku (Scramble for Africa); tímabilið þegar evrópsku ríkin hófu mikla útþenslu á verslunarstöðum sínum og gömlum nýlendum til þess að eignast sem mest land í Afríku.  2 British South African Company 3 Bls. 21. (Fuller, 1910) 4 Nú Zimbabwe og á undan því Rhodesía. 5 Nú Botswana 6 Namibía var upprunarlega þýsk nýlenda sem kölluð var Þýska Suðvestur ‐ Afríka. 

Bls. | 9   

Tímabilið  sem  tekið  verður  til  skoðunar  er  frá  1888  þegar Breska  Suður  ‐ Afríku  Félagið  (BSAC7  ) 

samdi um námuréttindi við ættbálka höfðingja á  landsvæðinu á milli    Limpopo‐ og Zambesíánna8. 

Bretar náðu undir sig Höfðanýlendu mun fyrr og verður því einungis  lítillega getið um forsögu þess 

þjóðríkis og annarra þeirra ríkja sem sameinuð voru sem Suður ‐ Afríka eftir Búastríðið. Tímabilið til 

skoðunar mun ná til ársins 2004. Ég tel nauðsynlegt að taka inn í þessa ritgerð, ‐alla vega að hluta til, 

‐ nýliðna atburði í Zimbabwe þar sem þeir teljast að miklu leyti eftirmálar nýlendustefnu Breta.  

Í þessari ritgerð mun ég greina þróun þessara ríkja á  fjölbreytilegan hátt  til þess að fá  nokkra yfirsýn 

á  stöðu  málefna  þeirra  og  hvernig  þeim  hefur  vegnað.  Skoðað  verður  hvernig  þróun  vergrar 

landsframleiðslu  á mann  í  dollurum miðað  við  verðgildi  þeirra  í  dag  (GDP  per  person  in  current 

prices) hefur verið og hvort að ákveðnir þættir eða atburðir hafi haft þar mikil áhrif í hverju ríkjanna 

fyrir sig, m.a. hvort  íbúafjöldi evrópskættraðra íbúa þar hafi einhver áhrif á landsframleiðslu. Í þessu  

samhengi skoða ég   hvort    fjöldi þeirra miðað við hlutfall   hafi áhrif og hvort að  fjöldi hvítra  íbúa  í 

ríkinu sé áhrifavaldur. Ennfremur rýni ég þannig  í hvert tilfelli fyrir sig, t.d. hvort og hver áhrif nýrra 

hópa utanaðkomandi innflytjenda hafi verið  á efnahagslíf ríkjanna.  Því til viðbótar geri ég grein fyrir  

legu viðkomandi ríkis innan álfunnar, hverjir séu helstu nágrannar og hvaða auðlindir séu í þar í jörðu 

og    loks hver séu áhrif þessara   þátta á  íbúaþróun og efnahag viðkomandi ríkis. Einnig mun ég gera 

grein  fyrir   hvernig viðkomandi  land komst undir  stjórn bresku krúnunnar og þá hvernig  stjórn og 

áhrif Bretar höfðu í því ríki.  

Þegar  fjallað er um Afríku og þá  íbúa hennar sem eru af evrópskum uppruna, þá sérstaklega þegar 

kemur að málefnum Suður Afríku, ‐ er ekki hægt að sleppa umfjöllun um aðskilnaðarstefnuna. Fjalla 

ég því um aðskilnaðarstefnu hvers ríkis fyrir sig, hvernig hún var útfærð og hvenær hún leið undir lok. 

Fólksflutningar hafa verið nokkuð tíðir í þessum hluta Afríku og umfang þeirra skoðað og m.a.a. hvort 

menntað  fólk  flytjist  frekar  í burtu  og meginástæður  þess. Að  lokum mun  ég  fjalla  um  sjálfstæði 

þessara  ríkja;  n.t.t.  aðdraganda,  ástæður  og  kringumstæður  er  leiddu  til    sjálfstæðis  þeirra  frá 

Bretum. 

Þegar  farið er yfir  íbúa‐ og efnahagsþróun   þessara ríkja er vart undan því vikist að ræða ytri þætti 

orsaka og afleiðingar þeirrar þróunar.  Stríð á milli evrópsku heimsveldanna    var háð  að hluta  til  í  

Afríku og höfðu þau áhrif á  íbúaþróun á meðan átökunum stóð og svo aftur þegar átökum  lauk en 

stórir hópar  fólks  í Evrópu vildu flýja álfuna  í  leit að nýju  lífsmöguleikum. Efnahagslegur uppgangur 

jafnt  sem  kreppur  hefur  einnig  haft  áhrif  á  íbúaþróun.  Reynt  verður  að  skoða  hver  áhrif  

                                                            7 British South African Company 8 Meira eða minna það svæði sem núna heitir Zimbabwe. 

Bls. | 10   

utanaðkomandi  atburða  hafi  verið    á  vöxt  vergrar  landsframleiðslu  og  auk  þess    áhrif  þeirra  á 

fólksflutninga til Afríku frá Evrópu.  

Dæmi um slíka áhrifaþætti eru t.a.m. kapphlaupið um Afríku. Miklir fólksfluttningar hófust til Suður ‐

Afríku eftir að demantar fundust í Keimberley9. Það var á þeim tíma sem Evrópuþjóðirnar  lögðu allt 

kapp  á  að  tryggja  sér  yfiráð  landsvæða  í  Afríku  í  stað  þess  að  vera  nær  eingöngu  með 

verslunarstöðvar og   einstaka nýlendur. Seinna Búastríðið  sem geisaði  frá 11. október 1899  til 31. 

maí 1902 hafði mikil áhrif  í  sunnanverðri Afríku.   Fyrri heimstyrjöldin  sem   varði  frá 1914  til 1918 

hafði mjög mikil áhrif á Suður ‐ Afríku þar sem þessi hluti álfunnar tók yfir þýsku Suðvestur ‐ Afríku í 

lok stríðsins og var það svæði hluti Suður ‐ Afríku til 1990. Heimskreppan  skall á 1929 og stóð fram 

undir byrjun seinni heimstyrjaldarinnar og síðar tók við uppgangstími eftirstríðsáranna.  

Víetnamstríðið  og  barátta  Vesturlanda  gegn  framgangi  kommúnista  varð  að  vopni  sem  rök  

stjórnvölda í Rhodesíu til þess að réttlæta stöðu sína og völd.  Aðrir  þættir höfðu einnig mikil áhrif á 

þróun mála, s.s. olíukreppan á áttunda áratugnum, viðskiptabönn sem sett voru á í sitt hvoru  lagi á 

Rhodesíu  og  síðar  Suður‐  Afríku  og  síðast  en  ekki  síst  hvernig  sú  deila  sem  þessi  ríki  áttu  við 

umheiminn  leystist. Annar áhrifaþáttur  í greiningu þessari og  skoðun   er  sá hvort utanaðkomandi 

hjálparstofnanir, í flestum tilfellum frá Vesturlöndum, hafi haft áhrif á fólksfjölgun í þessum ríkjum. 

Tekið  skal  fram  að  upplýsingar  um  verga  þjóðarframleiðslu  er  af mjög  skornum  skammti. Notast 

verður  við  upplýsingar  sem  miðast  við  (alþjóðlegan  I$  )dollar  á  núvirði  til  þess  að  gögnin  séu 

samanburðarhæf.  

Í niðurstöðum mun ég bera  ríki þessi saman,   m.a.a. hvernig þeim hafi vegnað eftir að hafa hlotið 

sjálfstæði frá Bretum. Hver sé munurinn á þeim, á hvaða sviðum og á hvern máta þau gætu lært af 

mistök hvers annars. Einnig mun ég velta upp þeirri  spurningu hvort að þessi  ríki væru betur  sett 

sameinuð heldur en sem sjálfstæð þjóðríki þessa svæðis álfunnar.  

Landamæri þriggja  þeirra ríkja  sem um er rætt í þessari ritgerð, eru á einum stað mjög sérstæð eins 

og sést á eftirfarandi mynd.  

                                                            9 Bls. 67, (Chamberlain, 1999) 

Bls. | 11   

 Hvítu  línurnar sína hvernig  landamæri  ríkjanna 

liggja  á  þessum  stað  við  Zambezíána10.  Efst  á 

myndinni  er  Zambía.  Til  vinstri  er  Namibía.  Í 

miðju  er  Botswana  og  til  hægri  er  Zimbabwe. 

Landamæri  Botswana  að  Zambíu  skera  á 

tengingu milli Zimbabwe og Namibíu. Mikilvægt 

er að hafa  í huga að án þessarar  tengingar  frá 

Botswana  yfir  til  Zambíu  hefði    Suður‐  Afríka, 

sem  þá  réði  Namibíu  og  Rhodesíu  (nú 

Zimbabwe), getað lokað Botswana algjörlega frá 

umheiminum.  

 

Mynd 2 

Á myndinni hér að ofan er  tilgreind  lestrar‐ og  skriftarkunnátta  í heiminum,  samkvæmt  tölum  frá 

UNESCO.11  Í Afríku, sunnan Sahara, er  læsi  langsamlega mest  í gömlu nýlendum Breta  í sunnan og 

austanverðri Afríku. Læsi  í Botswana, Namibíu, Suður – Afríku og Zimbabwe er mjög hátt miðað við 

ríki norðar  í álfunni. Til samanburðar þá er almenn  lestrar‐ og skriftarkunnátta meðal  fullorðinna  í 

                                                            10 (Google, 2009) 11 (UNESCO, 2000) 

Mynd 1 

Bls. | 12   

Nígeríu um 68%12, 67,4% í Angóla13, 47,8% í Mosambíque14og 69,4% í Tanzaníu15 svo nokkur ríki séu 

nefnd til sögunnar. 

    

                                                            12 (CIA, 2010) 13 (CIA, 2010) 14 (CIA, 2010) 15 (CIA, 2010) 

Bls. | 13   

Botswana 

Botswana er landlukt ríki í miðri sunnanverðri Afríku sem á landmæri að fjórum ríkjum; til suðurs að 

Suður  Afríku,  til  vesturs  og  norðurs  að  Namibíu16  og  Zambíu17.  Til  austurs  liggja  landamærin  að 

Zimbabwe.  Helsta  auðlindin  er  ríkulegar  demantanámur  sem  standa  fyrir  um  einn  þriðja  af  allri 

landsframleiðslu  ríkisins  og  skapar  70  til  80%  af  öllum  gjaldeyristekjum  ríkisins.  Fyrsta 

demantanáman í Botswana var Orapa sem var opnuð árið 1971. Árið 1988 var demantaframleiðslan 

15,2 milljón karöt á ári18 og  skóp um 85% af útfluttningstekjum Botswana  sem þá voru um 1.095 

milljónir  Bandaríkjadala.  Aðrir  efnahagsþættir    eru  fjármálaþjónusta,  ferðamannaiðnaður  og 

landbúnaður,   þá sérstaklega útfluttningur á kjöti. Botswana selur mest af allri kjötframleiðslu sinni 

til ríkja Evrópusambandsins (áður EEC) sem borgar fjórfalt heimsverð fyrir kjötið vegna gæða þess19. 

Botswana flytur út til ríkja Evrópussambandsins „19,000 metric ton EEC quota.“20  Auk demanta eru 

margir aðrir málmar og efni grafin úr jörðu í Botswana. Þar ber helst að nefna kopar, kol, nikkel, salt, 

natríum karbónat,  kalíum karbónat, járn og silfur.  

Samkvæmt tölum UNICEF þá er læsi í Botswana 93% á meðal drengja á aldrinum 15 til 24 ára en 95% 

meðal stúlkna á sama aldri. Almenn lestrar‐ og skriftarkunnátta íbúa Botswana er  83%21.  

Botswana sem hét áður Bechuanaland22, komst formlega undir stjórn Bretlands 3. september 1885 

eftir miklar deilur milli  innfæddra annars  vegar og  svo Búa  frá Tranzilvaal og  fríríkinu Oraníu hins 

vegar. Inndæddir fóru þess á leit við Breta að þeir kæmu þeim til aðstoðar og héldu verndarhendi yfir 

þeim. Bechuanaland var hluti af breska heimsveldinu sem verndarríki (protectorate). Bechuanalandi 

var  skipt  í  tvö  svæði,  Breska  Bechuanaland  sem  var  fært  undir  Höfðanýlendu  og  ennfremur 

Bechuanaland  Protectorate  (BP). Hluti  af Bechuanalandi,  allt  svæðið  sunnan  við Molopoána,  sem 

hafði verið gert að breskri nýlendu23, var  fært undir Höfðanýlendu. Ein af höfuðástæðum þess að 

Bretar voru tilbúnir að hlutast til um málefni  frumbyggja í Bechuanalandi og þá gegn Búum var ótti 

Breta um að Þjóðverðjar myndu þenja út nýlendu sína í Þýsk‐Suðvestur ‐ Afríku og ná að tengja hana 

                                                            16 Norðurhluti Namibíu er örþunn ræma landsvæðis sem nefnist Caprivi Strip. Þjóðverjar sömdu við Breta um að fá þetta landsvæði svo að þeir hefðu aðgang að Zambesíánni.  17 Landamæri Botswana og Zambíu liggja saman á örþunnum bletti  út í Zambezí ánni. 18 Bls.  357, (Ayittey, 2005)  19 Bls. 357, (Ayittey, 2005) 20 Bls. 357, (Ayittey, 2005)  21 (UNICEF, 2004) 22 Bls 41, (Akers, 1973) 23 Breska Bechuanaland.   

Bls. | 14   

landleiðina  við  ríki  Búa24.    Slíkt  hugnaðist  Bretum  mjög  illa  og  því  var  tilurð  verndarríkis  yfir 

ættbálkum  Tswana mjög  ákjósanleg  lausn.  Einnig  lá  þýðingarmikill  vegur  í  gegnum Bechuanaland 

sem  lá til Rhodesíu sem var mikið notaður af Breska Suður  ‐ Afríku Félaginu   til að nema þar  land. 

Rhodes  kallaði  veginn  sem  lá  þarna  í  gegnum    „Súesskurðinn“25  en  vegurinn  gekk  undir  heitinu 

„Trúboðsvegurinn“ og hafði verið mikilvægur  fyrir viðskipti á þessum hluta álfunnar  löngu áður en 

trúboðar komu þangað.  

Höfðingjar  í Bechuanalandi stjórnuðu upphaflega ríkinu26 án mikilla afskipta Breta sem sáu aðallega 

um landamæragæslu og vernduðu ríkið gegn öðrum evrópskum nýlenduveldum. De facto sjálfstæði 

Bechuanlands  lauk þegar breska ríkistjórnin  lét stjórnvöld  í Suður‐ Afríku um stjórn Bechuanalands. 

Bechuanaland átti að  fara undir stjórn Breska Suður‐ Afríkufélagsins undir stjórn Cecil John Rhodes 

sem  var  skipaður  í  embætti  „Debuty  Commisioner  of  Bechuanaland“,  sem  var  þá  æðsta 

stjórnunarstaða  landsins  af  hálfu  breska  heimsveldisins.  Bechuanaland  átti  einnig  að  renna  inn  í 

Union of South Africa en hætt var við þau áform  þegar aðskilnaðarstefnunni27  var komið á í Suður‐ 

Afríku. Bechuanaland átti meira skylt við verndarsvæði svipað þeim lendum sem indíánum í Norður‐ 

Ameríku voru    fengnar  til búsetu   heldur en  formlegri nýlendu. Bretar  settu  til að mynda  lög  sem 

bönnuðu alla áfengissölu til Bechuanlands.  

Vegna  stöðu  landsins  sem breskrar verndarnýlendu   voru  sett  takmörk á það hversu margir hvítir 

innflytjendur mættu flytjast til ríkisins og hvar þeir mættu búa. Byggð þeirra var að mestu takmörkuð 

við  landamærin að Suður‐ Afríku. Bresk yfirvöld ætluðu sér aldrei að vera með Bechuanaland  lengi 

sem  verndarnýlendu  undir  stjórn  krúnunnar.  Fyrst  átti  Bechuanaland  að  fara  undir  stjórn  Breska 

Suður  ‐ Afríku Félagsins en eftir 1910 þegar  sameining  fjögurra  lenda Breta  í  sunnanverðri Afríku, 

Höfðanýlendu,  Natal,  Transvaal  og  fríríkisins  Óraníu  í  Suður  Afríku  fór  fram,  var  ákveðið  að 

Bechuanaland skyldi sameinast þeim. Ekki virðist sem nein bein kynþáttastefna hafi verið við  lýði  í 

Bechuanlandi  en  óbeint  hafði  Suður  ‐  Afríka  áhrif  á  innanríkisstefnu  verndarnýlendunnar  vegna 

þrýstings  frá Bretum. Þetta varð ljóst þegar Bretar meinuðu  Seretse Khama28  að verða höfðingi en 

var  í þess stað sendur  í sex ára útlegð frá ríkinu vegna kröfu frá Suður  ‐ Afríku. Stjórnvöld þar voru 

andsnúinn hjónabandi hans og hvítrar konu á sama  tíma og aðskilnaðarstefna var við  lýði  í Suður‐ 

Afríku29. Að öðru leyti virðist ekki sem að nægjanlega margir hvítir íbúar hafi verið í Bechuanalandi til 

þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Ekkert formlegt löggjafarvald var í Bechuanalandi því að þing var                                                             24 (Eyes on Africa, Ltd., 2010)  25 bls. 70, (Chamberlain, 1999) 26 Bls. 61, (Sigurðardóttir & Einarsdóttir, 2007) 27 Apartheid 28 Fæddur inn í aðalsfjölskyldu, stofnaði Lýðræðisflokk Botswana, var forsetisráðherra og síðar fyrsti forseti sjálfstæðs  ríkis Botswana.  29 (Eyes on Africa, Ltd., 2010) 

Bls. | 15   

ekki  sett á  fót þar  fyrr en árið 1961 þegar Bretar voru að vinna  í því að gera  landið að sjálfstæðri 

einingu sem væri vel í stakk búið til þess að takast á hendur sjálfstæði. 

 

Mynd 330 

Eins og sést hér að ofan á mynd 2 þá hefur   orði gríðarlega  fólksfjölgun   á undanförnum 50 árum. 

Mesta  fjölgunin  á  sér  stað  á milli  1970 og  1990. Á þessum  tíma  var mikið um  að  flóttamenn  frá 

Rhodesíu  og  Suður  ‐  Afríku  flýðu  yfir  til  Botswana  og  skýrir  það  að  nokkru  leyti mikla  fjölgun  á 

þessum árum. Eftir þetta   hægir á fjölguninni og eftir 2000   fer að  íbúum fækkandi. Fólksfjölgun er 

enn mikil, eða um 2,6 börn á hverja konu31 og því er hér ekki um að ræða þá fólksfækkun og stöðnun 

sem orðið hefur  í  iðnríkjunum. Helsta meinsemd Botswana og  ástæða  fækkunar  er  gríðarlega  há 

tíðni alnæmissmita (HIV). Nánast fjórði hver fullorðinn  íbúi  í Botswana er alnæmissmitaður32. Þetta 

háa hlutfall eyðnismitaðra hefur óhjákvæmilega slæmar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Eins 

og sést á mynd 3 hér að neðan þá hefur aukning á  landsframleiðslu á mann verið gríðarlega mikil á 

undanförnum 25 árum. Hefur landsframleiðslan aukist um tæp 700% þrátt fyrir þann vanda sem ríkið 

þarf að glíma. Einn  áhrifaþátta  þess að svo vel hefur gengið í efnahagslífi Botswana er að það hafa 

aldrei verið neinar alvarlegar og  langvinnar efnahagslegar eða pólitískar deilur  í  landinu. Ættflokkar 

innfæddra og aðrir  íbúar ríkisins sem komnir eru af evrópskum og asískum rótum hafa  lifað  í mikilli 

sátt hverjir við aðra. Stefna stjórnvalda í Botswana í efnahagsmálum hefur verið „prudent economic 

policies“33 . Stefnt hefur verið að hagkvæmum  lausnum í efnahagsmálum  í stað tilfinningalegra sem 

oft hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Botswana. Dæmi um tilfiningalega efnahagsstefnu er stefna 

þjóðnýtingar og endurúthlutunar á bújörðum hvítra bænda í Zimbabwe. Efnahagslega hefur stefnan 

                                                            30 (CHASS, 2008) 31 (CIA, 2010) 32 23,9% (CIA, 2010) 33 Bls. 358, (Ayittey, 2005)  

0

500.000

1.000.000

1.500.000

2.000.000

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Íbúafjöldi

Íbúafjöldi

Bls. | 16   

leitt til mikils atvinnuleysis og hungursneyðar þrátt fyrir miklar vinsældir meðal almennings. Blandað 

hagkerfi  hefur  verið  við  lýði  og  ekki  hefur  verið  farið  offari  í  einkavæðingu  né  ríkisvæðingu  eða 

þjóðnýtingu af hálfu ríkisins. Í stjórnartíð Masire forseta, sem áður var fjármálaráðherra landsins, var 

stefna  ríkisins  sú  að  draga  úr  ríkisútgjöldum  og  koma  í  veg  fyrir  offjárfestingu  þegar  vel  áraði  í 

útfluttningi. Þessi stefna mildaði mjög afleiðingarnar þegar samdráttur varð í útflutningi.  

 

Mynd 434 

Opinberar tölur um atvinnuleysi frá árinu 2004  tilgreina  23,8%  atvinnuleysi meðan íbúa landsins en 

tölur frá óopinberum aðilum hljóða upp allt að 40% atvinnuleysi35. Þrátt fyrir þetta þá hefur enn ekki 

sigið á ógæfuhliðina  í efnahagsmálum  landsins og er Botswana notað sem dæmi um vel heppnaða 

efnhagsstjórnun eftir sjálfstæði og undir meirihlutastjórn  svartra  í Afríku. Viðmið á atvinnuleysi og 

vel  heppnaða  efnahagslega  stjórnun  ríkja  er  ekki    það  sama  í  Afríku  og  hér  í  Evrópu.  Talnagildi 

atvinnulausa  er ekki  samanburðarhæft  vegna þess  að margir búa  vel og  vinna  á  sínum ökrum en 

teljast vera atvinnulausir vegna þess að þeir hafa ekki tekjur eða fasta skráða vinnu. Því ber að setja í 

þessu samhengi fyrirvara vegna  misvísandi framborinna talnagilda.  

Bretar  settu sér þá  stefnu eftir að  ljóst var að Bechuanaland yrði ekki  sameinað öðrum nýlendum 

þeirra  í sunnanverðri Afríku, að Bechuanaland gæti ekki hlotið sjálfstæði nema að ríkið gæti staðið 

efnahagslega undir sér að mati Bretanna sjálfra. Breyting varð á þessari stefnu um miðjan sjöunda 

áratuginn  og  var  þá  hafist  handa  við  að  byggja  upp  stjórnsýslumiðstöð  í  gömlu  stjórnsýsluborg 

landsins,   Gaborone,  sem  síðar varð höfuðborg hins  sjálfstæða  ríkis. Árið 1965  fékk Bechuanaland 

fullveldi  undir  stjórn  Seretse  Khama  sem  varð  forsætisráðherra  en  hann  tilheyrði  Lýðræðisflokki 

                                                            34 Allar efnahagstölur eru fengnar með: Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices).  35 (CIA, 2010) 

$‐$1.000,00 $2.000,00 $3.000,00 $4.000,00 $5.000,00 $6.000,00 $7.000,00 $8.000,00 $9.000,00 

$10.000,00 

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices) 

GDP

Bls. | 17   

Botswana. Ári seinna  fékk Bechuanaland sjálfstæði  frá Bretlandi og var þá endurskírt Botswana og 

varð Khama fyrsti forseti ríkisins. Mikill stöðugleiki hefur ríkt í stjórnmálum í Botswana undir forystu 

BDPflokksins en formenn hans hafa hver eftir öðrum tekið við forsætisembættinu.  Núverandi forseti 

Botswana er  Ian Khama, elsti  sonur  Seretse Khama og Ruth Williams Khama36. Mikil ókyrrð  ríkti  í 

samskiptum Botswana við Rhodesíu á áttunda áratugnum þegar sérsveitir rhodesíska hersins gerðu 

nokkrum sinnum árásir inn í ríkið til að ná til pólitískra flóttamanna sem áttu þar skjólshús. Á níunda 

áratugnum  lögðust nánast   af öll samskipti   við Suður ‐ Afríku vegna deilna um aðskilnaðarstefnuna 

og árása Suður ‐ Afríska hersins á skotmörk í Botswana, sérstaklega í höfuðbrorginni. Árið 1992 voru 

erlendar skuldir Botswana 543 milljónir Bandaríkja dala en á móti  átti  ríkið  gjaldeyrisvarasjóð upp á 

3,4 milljarða Bandaríkjadala. Miðað við höfðatölu   var þetta mesti gjaldeyrisvarasjóður  í heiminum. 

„Its debt service ration  in 1992 was an  insignificant 3.4 percent, compared with  the 53 percent of 

most African countries.“ 37 

Ein af grunnstoðum velferðar og  lýðræðis  í Botswana er  sú stefna  landsins að  taka ekki beint upp 

vestræna  siði og  stjórnunarstefnur heldur byggja á  rótum eigin menningar, móta eigið  lýðræði og 

opinbera stjórnun ríkisins. Hið forna höfðingjavald Afríku er enn við lýði þar í landi. Þeir hafa áhrif á 

stefnu  stjórnvalda og auk þess á úrslit kosninga í héraðskosningum. Annars staðar í Afríku hefur vald 

höfðingja minnkað gríðarlega og það   verið  fært til afrísku   „elítunnar“ og menntamanna sem hafa 

búið til eins manns einveldi og „de facto apartheid regmies“38. Slík stjórnvöld hygla oft eigin ættflokki 

og  skoðunarbræðrum  innan  hans  á  kostnað  annara  íbúa  landsins.  Þannig  verða  ákveðin  störf  og 

embætti frátekin fyrir einn hóp í samfélaginu. Ólíkt því sem var í Suður ‐ Afríku  gilda engin eiginleg 

lög um slíka stjórnarhætti heldur er þeim  framfylgt á bak við tjöldin.   Einn er sá siður sem haldinn 

hefur verið í Botswana er kgotlas39. Þessi siður er þannig að höfðingi og ráðgjafar hans hittast „undir 

tré“ til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um eina stefnu í einhverju ákveðnu máli sem þá 

liggur fyrir hjá þeim til úrlausnar. Ráðherrum í Botswana er ætlað að mæta einu sinni í viku á kgotla 

fundi. Kgotla‐ fundir eru haldnir með almenningi þar sem það á við í hvert skipti. Dæmi um þetta var 

mikil áveituáætlun stjórnvalda til þess að auka uppskeru við þorpið Maun sem  liggur til norðurs við 

Okavangoána.  Þorpsbúar  mótmæltu  þessum  aðgerðum  á  þeim  forsendum  að  vatnsmagn  í 

óshólmunum myndi minnka sem þýddi að fiskveiðar  drægjust saman og sefgrass minnkaði. Íbúarnir 

gætu þar af  leiðandi   ekki  lengur getað byggt sér hús eða veitt sér  til matar. Loks dró  ríkisstjórnin 

hugmyndir  sínar  til  baka  vegna  deilna  á  þessum  kgotla‐  fundi.  Þessi  stefna  stjórnvalda  að  halda 

kgotla‐ fundi er grassrótarákvörðunartaka þar sem allir geta haft áhrif á ákvörðunartöku stjórnvalda.  

                                                            36 Hin hvíta eiginkona Seretse Khama, sem hann var dæmdur í útlegð fyrir að giftast.  37 Bls. 357, (Ayittey, 2005)  38 Bls .360, (Ayittey, 2005) 39 Bls. 359, (Ayittey, 2005) 

Bls. | 18   

Tveir  þriðju  hlutar  allra  íbúa  Botswana  tilheyra  Tswanaþjóðflokknum.  Þótt  þessi  þjóðflokkur  eigi 

sameiginlegt  tungumál,  sögu, menningu og  siði þá  skiptist hann upp  í átta  stærri ættflokka  (clan). 

Þeir  eru  Bamangwato,  Bakwena,  Bangwaketse,  Bakgatla,  Barolong,  Batlokwa,  Bamalete  og 

Batawana.  Hver  þessara  ættflokka  býr  á  sínu  svæði  í  Botswana  og  fyrir  hverjum  þeirra  fer 

hefðbundinn konungur40. Konungarnir  fara  fyrir hönd þegna  sinna og er  fulltrúi þeirra  í „House of 

Chiefs“ sem er ráðgefandi löggjafarþing sem starfar samhliða þjóðkjörnu löggjafarþingi41.  

   

                                                            40 Bls. 139, (Schraeder, 2000) 41 Bls .139, (Schraeder, 2000)  

Bls. | 19   

Namibía 

Namibía er ríki  í suðvestanverðri Afríku. Landamæri þess  liggja  í suðri að Suður – Afríku,  í vestri að 

Botswana og í norðri að Zambíu og Angóla. Namibía er mjög auðugt af náttúruauðlindum í jörðu og 

þar er að  finna mikið magn af eðalmálmunum gulli og silfri. Einnig er þar að  finna demanta, mikið 

magn  kopars,  úraníum,  blýs,  tins  og  volframs.  Verið  er  að  leita  að  hugsanlegum  olíulindum, 

járnnámum og kolanámum. Namibíska hagkerfið er mjög háð námuvinnslu þar sem útfluttningur á 

málmgrýti skapar um helming allra  útfluttningstekna ríkisins. Namibía er fimmta stærsta framleiðslu 

‐ríki  á úraníum  en  8,7%  af heimsframleiðslunni málmsins  er  grafið þar upp úr  jörðu  á hverju  ári. 

Miðað við ríki í Afríku  er fólksfjölgun mjög hæg en Namibía er í 131. sæti með árlega fólksfjölgun um 

0,95% en til samanburðar þá er Ísland í 143. sæti með 0,74% fjölgun á ári42.  

Samkvæmt tölum UNICEF þá er  læsi  í Namibíu á meðal drengja á aldrinum 15 til 24 ára um 91%. Á 

meðal  stúlkna á  sama aldri er  læsi 94%. Almenn  lestrar‐ og  skriftarkunnátta  í Namibíu er á meðal 

88% íbúanna43.  

Namibía  var upphaflega  kölluð Þýska  Suðvestur  ‐ Afríka44. Þjóðverjar hófu  að nema þar  land  árið 

1884  og  lýstu  yfir  að  öll  strandlengjan  norðar  við Orangeána  væri  þeirra  landsvæði. Mikilvægasti 

áfanginn  í nýlendustefnu þeirra  í Suðvestur  ‐ Afríku náðist þegar Bretar viðurkenndu rétt þeirra og 

yfirráð  yfir  strandlengjunni  og  aðliggjandi  landsvæða  inn  frá  henni45.  Í Namibíu  bjuggu Nama‐  og 

Hereroættbálkarnir  sem höfðu mestan hluta 19. aldarinnar,  fyrir komu Þjóðverja, verið að berjast 

hvorir við aðra um beitisvæði  í þessu hrsjóstruga  ríki. Nama46ættflokkurinn barðist  í upphafi gegn 

Þjóðverjum  en  Herero  voru  tilbúnir  að  gangast  undir  verndarvæng  þeirra  til  þess  að  gæta  náð 

yfirhöndinni  í baráttunni við Namo. Árið 1897 braust út Rinderpest  í nautgripum Hereromanna og 

þurrkaðist allur stofninn nánast  út. Þessi atburður átti eftir að hafa miklar og skelfilegar afleiðingar í 

för með sér fyrir Hereroættbálkinn47. Við þetta bættust þýsku landnemarnir sem stöðugt þrengdu að 

Hereróum. Í janúarmánuði 1904 risu allir Hereróar upp gegn Þjóðverjum og í október sama ár gengu 

Namar í lið með þeim. Stríðið var háð af innfæddum með skæruhernaði og voru þeir miskunnarlausir 

gagnvart  Þjóðverjum.  Stríðið  stóð  til  ársins  1907  og  á  þeim  tíma  höfðu  Þjóðverjar  sent  14.000 

hermenn til Suðvestur ‐ Afríku, misst 2.000 þeira í stríðinu sem kostaði þá gríðarlega mikið fé til þess 

                                                            42 (CIA, 2010) 43 (UNICEF, 2004) 44 Deutsch‐Südwestafrika 45 Bls 622, (Hallett, 1974) 46 Eru af ættbálki Hottentot (Khoi‐Khoi) 47 622‐623, (Hallett, 1974) 

Bls. | 20   

að ná ríkinu aftur undir þeirra stjórn. Fyrir  innfædda voru afleiðingarnar skelfilegar. Um þriðjungur 

Nama  og  tveir  þriðju  allra  Hereróa  fórst  í  stríðinu.  Þetta  stríð  hafði  þær  afleiðingar  að 

ættbálkasamfélag Hereróa lagðist af48.  

Árið 1915 réðst suður‐ afríski herinn inn í Suðvestur ‐ Afríku og hernam landið eftir að síðustu þýsku 

hermennirnir  gáfust  upp.  Eftir  að  seinni  heimstyrjöldinni  lauk  var  Namibía  sett  undir    stjórn  og 

ábyrgð    Suður  ‐  Afríku  sem  sérstakt  verndarríki  Þjóðabandalagsins.  Þegar  stjórn  landsins  átti  að 

færast  undir  Sameinuðu  þjóðirnir  eftir  að  Þjóðabandalagið  var  leyst  upp  undir  lok  seinni 

heimstyrjaldarinnar, þá mótmælti Suður ‐ Afríka því harðlega og neitaði að gefa eftir stjórn  ríkisins. 

Stjórnvöld í Suður ‐ Afríku viðurkenndu ekki umboð Sameinuðu þjóðanna til þess að taka við umboði 

Þjóðarbandalagsins í Suðvestur ‐ Afríku.   Í Suður ‐ Afríku var einnig  litið svo á   að Suðvestur ‐ Afríka 

væri orðið að fimmta fylkinu þó svo að það hafi aldrei verið formlega innlimað inn í stjórnkerfi Suður 

‐ Afríku. Aðskilnaðarstefnunni var ekki  framfylgt að  fullu  í Namibíu  líkt og henni var beitt  í Suður  ‐ 

Afríku. Þó var henni beitt   að því marki að  svartir  íbúar höfðu ekki  kosningarrétt og  félagslegt og 

efnahagslegt frelsi þeirra var takmarkað49.   

 

Mynd 5 

Nokkuð  stöðug  fólksfjölgun  hefur  verið  í  Namibíu  undanfarna  hálfa  öldina    utan  þess  að  íbúum 

fjölgaði um helming  á  tíu  ára  tímabili,   milli 1980 og 1990. Árið 2006  voru um 44.000 Kínverjar  í 

Namibíu. Flestir þeirra unnu  í byggingariðnaði50. Tæplega 120.000 eða um 6% af heildar  íbúarfjölda 

Namibíu eru afkomendur hvítra  innflytjenda51. Flestir þeirra eru af þýskum og afríkönskum  (Búar) 

ættum. Þegar tölur eru bornar saman  um fjölda íbúa af evrópskum uppruna og svo fjölgun Kínverja 

                                                            48 623, (Hallett, 1974) 49 (Dugdale‐Pointon, 2002) 50 (Queen's University, 2006) 51 (BBC, 2003) 

0

500.000

1.000.000

1.500.000

2.000.000

2.500.000

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Íbúafjöldi

Íbúafjöldi

Bls. | 21   

þá er líklegt að þeir muni verða að stærsta minnihlutahópnum í landinu ef sama þróun heldur áfram 

næstu  árin.    Um  15,3%  íbúa  í  Botswana  eru  smitaðir  af  HIV52  og  er  það  fimmta  hæsta  tíðni 

alnæmissmits í heiminum. 

 

Mynd 653 

Ekki  átti  sér  stað  neinn  fólksflótti  hvítra  þegar  landið  fékk  sjálfstæði    frá  Suður  ‐  Afríku.  Með 

sjálfstæðinu   missti Namibía að nokkru  leyti efnahagslegt öryggi  sem  fólst  í  samlegðaráhrifum við 

stórt efnahagskerfi. Sú niðursveifla sem varð þá var skammvinn og hefur þjóðarframleiðsan verið á 

nokkuð stöðugri uppleið. Við efnahagsniðursveifluna eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 

minnkaði  þjóðarframleiðsa í Namibíu en byrjaði síðan að rétta aftur úr sér tveimur árum síðar. Ólíkt 

því sem gerst hefur í Zimbabwe þá hafa stjórnvöld í Namibíu varið hvíta bændur í landinu með mikilli 

hörku.  Stjórnvöld  hafa  lögsett  að  ríkið  áskilji  sér  rétt  til  þess  að  vera  fyrsti  kaupandi  að  öllum 

bújörðum  sem  ákveðið  er  að  selja.  Af  um  4000  bújörðum  í  landinu  er meirihlutinn  í  eigu  hvítra 

bænda54.  Stjórnvöld  styðja  ekki  sjálftöku  svartra  á  jörðum  hvítra  eða  að  hvítum  sé  bolað  burtu. 

Stefna þeirra er: „Viljugur kaupandi, viljugur seljandi“.  

Namibía  var  að  mati  ráðamanna  í  Suður  ‐  Afríku  mikilvægur  hlekkur  í  vörnum  landsins  gegn 

uppreisnarhópum.  Suður  ‐  Afríka  notaði Namibíu  sem  skjöld  fyrir  Suður  ‐  Afríku  og  hélt    þannig  

átökunum sem lengst frá heimalandinu. Við þetta bætist að í Nambíu er  mjög mikið af hernaðarlega 

mikilvægum málum  í jörðu eins og t.d. úraníum.   SWAPO (South West Africa Peoples Organisation) 

og hernaðararmur þess,  PLAN  (People's  Liberation  army of Namibia), hóf  árið 1966  skæruhernað 

gegn  Suður  ‐  Afríku.  Í  upphafi  var  hernaðargeta  PLAN  mjög  lítil  þar  sem  landið  var  umkringt 

                                                            52 (CIA, 2010) 53 53 Allar efnahagstölur eru fengnar með: Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices).  54 (BBC, 2003) 

0,00 $

1.000,00 $

2.000,00 $

3.000,00 $

4.000,00 $

5.000,00 $

6.000,00 $

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices) 

GDP

Bls. | 22   

óvinveittum  aðilum.  Eftir  sjálfstæði  Angóla  frá  Portúgal  fengu  uppreisnarmenn  þar  aðstöðu  og 

vopnasendingar  í  gegnum  (Angóla)  landið.  Suður‐  afrísk  stjórnvöld beittu mjög hörðum  aðferðum 

gegn uppreisnarmönnum. Meðal aðgerða  stjórnvalda í Suður – Afríku  var að víggirða þorp í Namibíu 

til þess  að  koma  í  veg  fyrir  samskipti og  stuðning   þorpsbúa    við uppreisnarmenn.  Suður  ‐  afríski 

herinn tók síðan upp þá aðferð að ráðast inn í nágrannaríki sín til þess að ná þar til uppreisnarmanna. 

Kostnaðurinn  við  stríðátökinn  í  Namibíu    og  alþjóðlegur  þrýstingur  fór  vaxandi  þegar  líða  tók  á 

níunda  áratuginn.  Árið  1988  ákváðu  stjórnvöld  að  notfæra  sér  þá  stöðu  sem  kom  upp  eftir  að 

Sovétríkin   drógu úr öllum fjárhagstuðningi sínum við Angóla, að semja við uppreisnarmenn. Samið 

var  á þeim  forsendum  að hagsmunir  Suður  ‐ Afríku  í Namibíu myndu  ekki  skerðast  við  sjálfstæði 

Namibíu. Á á árunum 1987 til 1989 hófu uppreisnarmenn á ný árásir á hvíta bændur. Suður ‐ afríski 

herinn,  sem  hafði  yfirburðarstöðu  að  mannafla  og  tækni,  beitti  sér  óspart  í  bardögum  gegn 

uppreisnarmönnum. Mannfallið í þeirra röðum var gríðarlegt. Þann 6. júní 1989 lýsti de Klerk, forseti 

Suður  –  Afríku,    yfir  lokum  aðskilnaðarstefnunar  í  Namibíu  og  veitti  sakaruppgjöf  til  handa 

uppreisnarmönnum sem kæmu aftur heim  frá Angóla.  Í nóvember sama ár  fóru kosningarnar  fram 

þar sem varð 90% kjörsókn. SWAPO vann hreinan sigur með 57,3% greiddra atkvæða. Stjórnarskrár‐ 

viðræður hófust í kjölfar kosninganna og lauk þeim fyrir 21. mars 1990 þegar landið hlaut sjálfstæði.  

Í  kjölfar  þessara  samninga  voru  haldnar  þingkosningar  1989  þar  sem  SWAPO  fékk  meirihluta 

atkvæða og ári síðar var Namibíu veitt sjálfstæði55.  

SWAPO hefur haldið völdum  frá  stofnun sjálfstæðis  ríkisins,    fyrst með Sam Nujoma  sem  forseta  í 

þrjú kjörtímabil en stjórnarskránni var breytt til þess að hann gæti boðið sig fram í þriðja sinn56. Árið 

2004  sigraði  frambjóðandi  SWAPO, Hifikepunye  Pohamba,    forsetakosningarnar með  yfirburðum. 

Aðrir  flokkar hafa haft nokkrar áhyggjur af því að hin gríðarlega    stærð SWAPO  flokksins og gengi 

hans  í kosningum geti haft slæm áhrif á  lýðræðisþróun  í  landinu  . Annað vandamál hefur verið að 

koma upp en það er ættflokkaframboð57. Ættflokkaframboð hafa boðið  fram  til  forseta‐, þing‐ og 

sveitarstjórnarkosninga  í Namibíu. Þessi  framboð eru  lituð af því að berjast  fyrir hagsmunum þess 

ættflokks sem þau fara fyrir. Við kosningar hafa komið upp vandamál tengd kosningarsvindli þar sem 

kjósendur geta hugsanlega kosið  tvisvar  sinnum58. Forseti Namibíu er þjóðhöfðingi  landsins og  fer 

fyrir ríkisstjórn landsins. Forsetinn er kosinn í beinni kosningu og verður að hafa hlotið meira en 50% 

allra  gildra  atkvæða59.  Forsetinn  fer  með  framkvæmdarvaldið  og  skipar  sjálfur  ráðherra  í  sína 

ríkisstjórn.  Löggjafarsamkundan  skiptist  í  tvennt.  Annars  vegar  er  þjóðþingið  sem  er  hefur  72 

                                                            55 Bls .716 til 717, (Arnold, 2005)  56 (HighBeam Research, LLC, 2005)   57 (Hengari, 2009) 58 (Weidlich, 2009) 59 (Office of The Prime Minister, 2009) 

Bls. | 23   

þjóðkörna þingmenn og hins vegar 6 þingmenn sem eru skipaðir. Þjóðþingið er æðsta  löggjafarvald 

Namibíu60.    Hins  vegar  er  það    þjóðarráðið  (National  Council)  sem  er  eins  konar 

undirráðgjafarstofnun þjóðþingsins. 26 þingmenn eru kosnir í það og eru tveir frá hverju af þeim 13 

héruðum sem eru í Namibíu61.  

   

                                                            60 (Office of The Prime Minister, 2009) 61 (Office of The Prime Minister, 2009) 

Bls. | 24   

Suður ‐ Afríka 

Suður ‐ Afríka  er syðsta ríki Afríku með landamæri að Namibíu í norðvestri, Botswana  og Zimbabwe 

í norðri og Mosambíque í norðaustri. Innan landamæra Suður ‐ Afríku er smáríkið Lesotho og síðan er 

við  landamæri Mosambíque smáríkið Swasiland  sem einnig er nánast umkringt af Suður  ‐ Afríku.  . 

Gríðarlega  miklar  auðlindir    eru  í  jörðu  í  Suður  ‐  Afríku.  Lengi  vel  var  Suður  ‐  Afríka  stærsti 

framleiðandi    gulls  í  heiminum62.    Einnig  vinna  þeir  úr  jörðu  króm,  antímoni,  járn,  nikkel,  tin, 

platinum,  kopar,  vanadíum  og  salt63. Mjög  stórar  demantanámur  eru  í  Suður  ‐  Afríku  og  undan 

ströndum  landsins64.  Stærsta  og  þekktasta  demantanámusvæðið  er  í  Kimberly  en  þar  hófst 

demantanámugröftur  í  Afríku.  Í  Suður  ‐  Afríku  (hluta  af  Zimbabwe,  Botswana  og Namibíu)  liggur 

stærsta og eina kolabeltið sem vitað er um í Afríku. Suður ‐ Afríka flokkast sem þróað iðnríki sem er 

með mjög fá störf‐rf  í  landbúnaði en með   mannfrekan þjónustuiðnað. Fólksfjölgun  í Suður  ‐ Afríku 

hefur dregist mjög saman á undanförnum árum og má rekja hluta af ástæðu hennar til hárrar HIV ‐ 

tíðni  en  18,1% þjóðarinnar  eru  smituð65.  Suður  ‐ Afríku  hefur  verið  lýst  sem  hættulegasta  landi  í 

heimi þótt ekki geisi þar styrjöld66. 11%   útgjalda ríkissins  fara  í barráttu gegn glæpum eins og  t.d. 

morðum en tíðni morða á hverja 1000 íbúa er sú næst hæsta í heiminum á eftir Kolumbíu eða um 0,5 

á hverja 1000 íbúa67.  

Samkvæmt tölum UNICEF þá er læsi í Suður Afríku á meðal drengja á aldrinum 15 til 24 ára um 95%. 

Á meðal stúlkna á sama aldri er læsi 96%. Almenn lestrar‐ og skriftarkunnátta íbúa Suður ‐ Afríku er   

88% 68.  

Landnám Evrópubúa  í Suður  ‐ Afríku hófst með Hollendingum sem voru fyrstir til þess að koma sér 

upp aðstöðu þar sem núna er Höfðaborg. Tilgangur þeirra þá var   að þjónusta flota sinn sem sigldi 

þarnat um á  leiðinni til Austur  ‐    Indíu. Höfðanýlenda var stofnuð af Jan van Riebeeck sem fór fyrir 

hópi  90  hollenskra  kalvínista. Höfðanýlenda  var  undir  stjórn  hollenska  Austur  ‐  Indíafélagsins  frá 

stofnun þess til ársins 1795 þegar Frakkar  hernámu Holland  í Napóleonsstyrjöldinni. Bretar ákváðu í 

ljósi þessa atburða að tryggja yfirráð sín og mátt á hafinu og tóku þá ákvörðun að til þess að tryggja 

sem best hagsmuni  sína þá   yrðu   þeir að hertaka Höfðanýlenduna og þannig koma  í veg  fyrir að 

                                                            62 (MBendi Information Services (Pty) Ltd., 2010) 63 (CIA, 2010) 64 (Exploration and Mining Industry News, 2007) 65 CIA world Factbook.  66 (BBC, 2002) 67 (NationMaster.com 2003‐2010, 1998‐2000) 68 (UNICEF, 2004)  

Bls. | 25   

Frakkar myndu næðu  henni undir sín yfirráð. Þannig gátu  Bretar  tryggt umsvif sín á hinni mikilvægu 

siglingarleið  fyrir suðurodda Afríku og komið  í veg  fyrir að Höfðanýlenda    lenti undir stjórn Frakka, 

beint  eða  óbeint  í  framtíðinni  vegna  yfirráða  þeirra  í  Niðurlöndum.  Undir  stjórn  Breta  stækkaði 

Höfðanýlenda. Landsvæðum  til norðurs var bætt við hana   en þau    tilheyrðu áður Bechuanalandi. 

Bretar áttu í deilum við afkomendur hollensku landnemanna sem gengu undir heitunu „Búar“. Til að 

byrja með  fluttu Búar sig  frá Höfðanýlendu  til austurs og norðurs með   því  sem kallast „the great 

trekk“. Bretar  stóðu  sífellt  í  átökum  og  deilum  við Búa.  Þegar  Búar  fóru  inn  í Bechualand    komu 

Bretar  innfæddum  til hjálpar og bundu  enda  á  lýðveldið  Stellaland  sem Búar hugðust  setja þar  á 

laggirnar. Tvær styrjaldir voru háðar með beinum hætti milli Búa og Breta.  Í fyrra Búastíðinu  lögðu 

Bretar undir sig nýlenduna   Natal og síðan  í seinna Búastríðinu voru  lýðveldin Transvaal og Orange 

Free state  innlimuð  inn  í breska heimsveldið.   að afloknu Búastyrjöldunum  var ákveðið að sameina 

allar nýlendur Breta og ríki Búa í Afríku í eitt ríki. Markmiðið var að sameina Breta og Búa sem eina 

þjóð og kynstofn.  

Lord  Carnarvon,  Colonial  Secretary  í  ríkisstjórn  Disraeli´s  kom með  þá  hugmynd    1874  árið  eftir 

sameiningu nýlendna Breta  í Norður  ‐ Ameríku  í Kanadíska ríkjasambandið árið 1867, að fjögur ríki 

sunnanverðrar Afríku myndu sameinast, þ.e.a.s. Transvaal, Óranska fríríkið, Höfðanýlenda og Natal. 

Búaríkið Transvaal var á þessum tíma nánast gjaldþrota og stóð  frammi  fyrir mikilli ógn Zúlúa sem 

voru með mikinn her undir stjórn Cetewayo´s. Bretar veittu  þeim  þá úrslitakosti  að ef þeir  gengjust 

Bretum á hönd  yrðu Búar undir verndarvæng breska heimsveldisins69. Transvaal samþykkti skilmála 

Breta og var  innlimað  inn  í breska heimsveldið. Eftir ósigur Cetewayo og Zúlúa     heimtuðu búar  í 

Transvaal   sjálfstæði sitt aftur frá Bretum. Þeir báru þau rök fyrir sig að  innlimunin hafi verið neydd 

upp  á  þá.  Gladstone  og  enski  Liberalflokkurinn  samþykktu  rök  Búa  fyrir  sjálfstæði.  En  þegar 

Gladstone yfirgaf embættið 1880  var ekki búið að fullu að veita Transvaal sjálfstæði. Búar neituðu að 

bíða  eftir  að  formsatriðin  í  London  gengju  sinn    fram  og  réðust  á  her  Breta  og  sigruðu  við 

Mujabahæð. Í stað þess að hefna fyrir árásina þá sömdu Bretar við Búa um sjálfstæði þeirra. Breta og 

Búa greindu þó á um samninginn og sjálfstæði þeirra síðarnefndu. Búar töldu að Transvaal væri orðið 

fullvalda og  sjálfstætt  ríki  á meðan Bretar  töldu að  sjálfstæði þeirra  væri  takmarkað og að Bretar 

stjórnuðu samskiptum þeirra við umheiminn.  

Frá 1910 eftir að „...Suður‐Afríkusambandið var stofnað fengu aðeins hvítir íbúar landsins, sem voru 

aðallega afkomendur Breta og Búa, fullan ríkisborgararétt.“70   Suður  ‐ Afríku sambandið (the Union 

of South Africa) var myndað úr fjórum fylkjum, Höfðahéraði, Natal, Orange Free State og Transvall. 

Suður  ‐ Afríka  fékk  fullveldisstöðu    í eigin málum og sjálfstjórn að því marki að ríkið var bundið við                                                             69 Bls. 69, (Chamberlain, 1999) 70 Bls. 62, (Sigurðardóttir & Einarsdóttir, 2007)  

Bls. | 26   

breska heimsveldið sem „Dominion71“. Ríkið varð að sjálfstæðri einingu sem var  í konungsambandi 

við Bretland. Konungur Bretlands var jafnframt konungur Suður ‐ Afríku og skipaði þar sinn fulltrúa. 

Innan breska heimsveldisins voru þessar einingar sjálfstæðar í eigin málum en lutu konungi Bretlands 

og voru þegnar hans með sama hætti og Bretar   sjálfir. Þau ríki sem urðu að „dominion“ voru ekki 

undir  valdi  Breska  þingsins  heldur  voru  þau    jafnrétthá  og  Bretland  innan  breska  heimsveldisins. 

Suður ‐  Afríka var með hálf‐ sjálfstæða utanríkisstefnu og tók þátt í friðarsamningum við lok fyrri og 

seinni  heimstyrjaldarinnar.  Bein  afskipti  Breta  af  innanríkisstjórnmálum  í  Suður  ‐  Afríku  lauk  að 

nánast öllu leyti eftir að breska þingið afhenti Suður ‐  Afríku stjórnarskrá sína 190972 sem tók gildi ári 

seinna. Árið 1961 gekk Suður ‐  Afríka úr breska samveldinu og varð lýðveldi73.  

Eftir seinni heimstyrjöldina hafði ríkistjórn Smuts  leigt  fjölmarga Union Castle  fólksfluttningaskip til 

þess að  ferja  innflytjendur  frá Evrópu  til Suður  ‐ Afríku74. Eftir að  suður  ‐   afríski Þjóðarflokkurinn 75komst  til  valda      var  leigunni  sagt  upp  og  öll  áform  um  fjölgun  íbúa  í  Suður  ‐  Afríku  með 

innflytjendum  frá  Evrópu    lögð  af.  Rök  Þjóðarflokksins  voru  þau    að  innflytjendurnir  yrðu 

stuðningsmenn Sameinaðaflokksins76 og það varð að stoppa svo að engin hætta yrði á að þeir misstu 

völdin77. Til þess að reyna að fá vesturlöndin sem bandamenn þá  lagði ríkisstjórn SuðurAfríku mikla 

áherslu  á  barráttuna  gegn  kommúnisma  og  útbreiðslu  hans  í  Afríku.  Árið  1950  tóku  í  gildi 

„suppression of Commnism Act“, lög sem veittu stjórnvöldum vald til þess að skilgreina alla þá sem 

lögðu til félagslegar‐ eða stjórnarfarslegar breytingar í Suður – Afríku semkommúnista78.  

                                                            71 Ekkert íslenskt orð til. 72 Bls. 329 til 330, (Arnold, 2005) 73 Bls. 332, (Arnold, 2005) 74 Bls .4, (Smith, 1997) 75 National Party 76 United Party 77 Bls. 5, (Smith, 1997) 78 Bls. 331, (Arnold, 2005)  

Bls. | 27   

Í  nýlendum  evrópsku  heimsveldanna  og 

annars staðar þar sem hvítir fóru með völdin  í 

Afríku, hefur ávallt verið til staðar aðskilnaður 

á milli kynþátta með einum eða öðrum hætti.  

Aðskilnaðarstefnan sem komið var á  í Suður  ‐ 

Afríku var   miklu harðskeyttarari  i heldur en    í 

öðrum ríkjum. Réttindi annarra kynþátta voru  

sífellt  skert    með  tíð  og  tíma.  Stjórnvöld  í 

Suður ‐ Afríku reyndu með öllum  brögðum að 

aðskilja kynþættina    svo að  sem allra minnstu 

samskiptin ættu sér stað. Hluti   þessarar stefnu var að banna svörtum að flytja  inn  í borgir Suður  ‐ 

Afríku þar  sem hvítir voru  fyrir.  Félagslega    voru öll  samskipti og  tengsl bönnuð með  reglum  sem 

komu í veg fyrir að hvítir gætu hitt og kynnst svörtum íbúum landsins. Svörtum var bannað að versla, 

borða og drekka á sömu stöðum og hvítir íbúar sóttu. Einnig var þeim t.d. bannað að setjast á bekki í 

almenningsgörðum  (sjá mynd  779).  Suður  ‐  afrískum  stjórnvöldum  var mikið  í   mun  að  viðhalda 

aðskilnaðarstefnunni  og  þar  með  völdum  hvíta  minnihlutans  í  landinu.  Líkt  og  í  Rhodesíu  áður 

óttuðust  hvítir  íbúar  að  þegar   meirihlutastjórn  svartra  kæmist  til  vald myndi  allt  leysast  upp  í 

skálmöld    borgarastyrjaldar  líkt  og  gerðist  í mörgum  fyrrum  nýlendum  evrópsku  heimsveldanna  í 

Afríku80. Blóðbaðið sem varð  í Kongó eftir að þarlendir  fengu sjálfstæði  frá Belgum  ‐ árið   1960 og 

flótti hvítraAafríkubúa til Rhodesíu og Suður‐ Afríku var þeim mjög ofarlega í huga. Til þess að tryggja 

enn frekar völd og áhrif hvíta minnihlutans voru Bantu Authorities Act lögin sett á 195181. Með þeim 

var  komið  á  fót  sjálfsstjórn  svartraá  verndarsvæðum82  sem    kölluð  voru  „heimalönd83“.  Hvert 

heimaland var sjálfstætt ríki þar sem hver einn og einasti svartur íbúi Suður ‐ Afríku var skyldaður til 

að  vera  skráður  í  því  heimalandi  sem  hann  var ættaður  frá. Öll  réttindi  svartra  voru  bundin  við 

heimaland viðkomand, þar á meðal   atkvæðisréttur   svartra  íbúa  til að greiða atkvæði um stjórn  í 

sínu  heimalandi. Hugmyndin  var  að  svartir  íbúar   misstu  við  þetta  ríkisborgararétt  sinn  í  Suður  ‐ 

Afríku  og    yrðu    ríkisborgar  heimalandanna.  Stjórnvöld  heimalandanna  neituðu  að  verða  að 

sjálfstæðum  ríkjum  undir  oki  Suður  ‐  Afríku.  Allir  svartir  íbúar  heimalandanna  þurftu  að  hafa 

vegabréf meðferðis  til þess  að  fara úr heimalöndunum og  inn  í  Suður  ‐ Afríku. 4 heimalönd  voru 

þannig búin til á árunum 1976 til 1981 og þar voru skráðar um 9 milljónir manna. Heimalöndin voru  

                                                            79 (Zac & Sera, 2009) 80 Bls .107, (Smith, 1997) 81 (Standford University, 2009) 82 African reserves 83 Homelands. 

Mynd 7

Bls. | 28   

afnumin við fylkjabreytinguna  þegar meirihlutastjórn svartra undir forsæti Nelsons Mandela tók við 

völdum árið 1994.   

 

Mynd 884 

 Mynd 9 

                                                            84 Bls. 23, (Lewis, 1990)  & (International Marketing Council of South Africa, 2009) 

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000

1911 til 2004

Hlutfall íbúa eftir litarhætti

Svartir

Hvítir

Litaðir

Asískir

‐10.000.000     20.000.000     30.000.000     40.000.000     50.000.000     

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Íbúafjöldi

Íbúafjöldi

Bls. | 29   

 

 

Mynd 8085 

Eins og sjá má á myndunum hér að ofan er ekki hægt að sjá að nein teljandi tengsl séu á milli vergrar 

landsframleiðslu og fjölda hvítra  í heildaríbúarfjölda  Suður ‐ Afríku. Á þessum árum hefur  íbúafjöldi  

Suður  ‐ Afríku farið úr því að vera fimm milljónir, níu hundruð og sjötíu þúsund árið 191186 í það að 

vera rúmar fjörtíu og þrjár milljónir árið 200487. Fjöldi hvítra hefur farið úr því að vera rúm ein milljón 

og þrjú hundruð þúsund árið 191188 í það að vera tæpar fjórar milljónir árið 200489.  Á þessum tíma 

hefur  heildaríbúafjöldi Suður Afríku vaxið um 721% á meðan íbúafjöldi hvítra hefur vaxið um 319%. 

Frá árinu 1985 hefur hvítum íbúum Suður ‐ Afríku farið fækkandi en þá voru þeir sem flestir, úr því að 

vera  fjórar milljónir og átta hundruð þúsund niður  í  tæpar  fjórar milljónir  í dag. Þegar  líða  tekur á 

tíunda  áratuginn  verður  nokkuð  mikil  aukning  í  vergri  landsframleiðslu  á  hvern  íbúa.    Ekki  er 

eingöngu  hægt  að  álykta  að  skýringu  þessarar  aukningar megi  rekja  til  þess  að  á  þessu  tíma  var 

aðskilnaðarstefnan afnumin  í kjölfar breytingar á stjórn  landsins þegar meirihlutastjórn svartra  íbúa 

tók  við  slíkri  stjórn  hvíta  minnihlutans    því  á  þessum  tíma    varð  einnig  almennur  hagvöxtur  í 

heiminum. Þessi hagvöxtur eykst mjög í byrjun tuttugustu aldarinnar en það mjög samhliða því sem 

var  að  gerast  í  öðrum  ríkjum  heimsins.  Þó  ber  að  geta  þess  að  hagvöxtur  á  sér  stað  áður  en 

efnahagsbólan  fór  af  stað    þegar  efnahagsniðursveiflan  í  kjölfar  þess  að  netbólan  sprakk  og 

hryðjuverkaárásirnar  á New York áttu sér stað. Afnám aðskilnaðarstefnunar hefur þó haft mjög góð 

efnahagsleg áhrif  í  Suður  ‐ Afríku þar  sem efnahagsleg einokun hvítra var afnumin. Fleiri geta því 

                                                            85 (CHASS, 2008) 85 Allar efnahagstölur eru fengnar með: Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices).  86 (Lewis, 1990) 87 (International Marketing Council of South Africa, 2009) 88 (Lewis, 1990) 89 (International Marketing Council of South Africa, 2009) 

0,00 $

5.000,00 $

10.000,00 $

15.000,00 $

1950 1960 1970 1980 1990 2000

Axis Title

Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices) 

GDP

Bls. | 30   

komið  að  rekstri,  framleiðslu  og  vinnslu  á  hinum  ýmsu  vörum  og  þjónustu.  Á  hinn  bóginn 

hefurbrostið   á mikinn    flótta ungs fólks    frá Suður  ‐ Afríku síðan meirihlutastjórninni   var komið á. 

Talið er að allt að 800.000 hvítir íbúar á aldrinu 24 til 34 hafi yfirgefið landið. Flestir þeirra nefna þá 

ástæðu  til  sögunnar hina miklu  glæpaöldu  sem gengur  yfir  landið en  Suður  ‐ Afríka er hefur eina 

hæstu morðtíðni  í heiminum og tíðni nauðgana er svipuð þeirri sem gerist á stríðssvæðum eins og 

t.d. í Sierra Leone90. Þessi flótti mun hafa til lengri tíma mjög slæmar efnahagslegar afleiðingar vegna 

þess að  í flestum tilfellum eru þeir sem flýja Suður‐ Afríku vel menntað fólk. Á síðustu árum   hefur 

þess einnig  fari að gæta að   ungt, svart millistéttafólk sé  farið að  flytja úr  landi vegna hinna miklu 

glæpaöldu sem ríkir í landinu.  

Frá  úrsögn  Suður  ‐  Afríku  úr  Breska  Samveldinu  til  1994    hefur    landið  verið  stjórnarfarslega 

þingbundið fulltrúalýðveldi. Áður höfðu eingöngu hvítir íbúar ríkisins kosningarrétt. Til að byrja með 

höfðu svartir og  litaðir hvíta fulltrúa á þingi en með tímanum voru þessi þingsæti aflögð. Eftir 1994 

var komið á  lýðræði fyrir alla íbúa  landsins óháð  litar‐ eða kynþætti.     ANC91 með Nelson Mandela  í 

farabroddi    vann  stórsigur  í  kosningunum.  Frá því  að  aðskilnaðarstefnan  leið undir  lok hefur ANC 

verið  lang  stærsta  stjórnmálaafl  landsins  með  um  og  yfir  tvo  þriðju  hluta  atkvæða  í  hverjum 

kosningum og tvo þriðju hluta þingmanna. Það er nægjanlegur fjöldi til þess að flokkurinn geti einn 

og óstuddur komið í gegn stjórnarskrábreytingum.  

1994 var  fylkjum Suður  ‐ Afríku breytt og   skipt upp að nýju.  Í stað hinna  fjögurra  fylkja sem áður 

voru  sérstök  ríki og nýlendur þá  var  landinu  skipt upp  í 9  fylki. Norð‐, Vestur‐ og Austur – Höfða 

hérað, KwaZulu Natalhérað, Free Statehérað, Norðurhérað,  Norðvesturhérað, Mpumalangahérað og 

Gautenghérað. Gauteng er minnsta héraðið  Í Suður  ‐   Afríku en það  lang þéttbýlast   allra héraða. 

Innan þess eru bæði Jóhannesarborg og Pretoría. Um 9 til 10 milljónir  manna   búa   í Gauteng eða 

um 20% af heildaríbúarfjölda í Suður ‐  Afríku.  

 

   

                                                            90 (Stuijt, 2009) 91 African National Congress 

Bls. | 31   

Zimbabwe 

Zimbabawe  er  landlukt  ríki  miðri    suðaustanverðri  Afríku.  Í  norðri  liggja  landamærin  meðfram 

Zambesí ánni að Zambíu. Í austri er Mozambique, í suðri liggja landamærinmeðfram Limpopoánni að 

Suður ‐ Afríku. Í austri liggja svo landamærin að Botswana. Helsta auðlind Zimbabwes er landið sjálft 

sem er gjöfult og frjósamt. Zimbabwe hefur oft verið kallað „brauðkarfa Afríku“92. Helstu auðlindir í 

jörðu eru málmar; kol93, króm, asbestos, gull, nikkel,kopar, járn, vanadíum, liþíum, tin og platínum 94.  

Samkvæmt tölum UNICEF þá er læsi í Zimbabwe á meðal drengja á aldrinum 15 til 24 ára, um 98%. Á 

meðal stúlkna á sama aldri er læsi 99%. Almenn lestrar‐ og skriftarkunnátta íbúa Zimbabwe er 91% . 

Af þessum 4 ríkjum sem hér eru til umfjöllunar er læsi er  langmest meðal íbúa Zimbabwe. 

Landsvæði Zimbabwe  hefur gengið undir mörgum nöfnum undanafarin 150 ár. Fyrst var þetta landið  

norðan við  Limpopoánna kallað Matabaleland. Síðan  fékk það nafnið Suður  ‐   Rhodesía  sem  síðar 

varð breytt  í Rhodesía eftir  að Norður  ‐ Rhodesía  varð  að  Zambíu. Rhodesía  var  til  að byrja með 

einkarekin  nýlenda  Breska  Suður  ‐    Afríku  Félagsins.  Þetta  svæði    hét  áður    Mashonaland  og 

Matabelland  og  hafði  um  aldir  verið    byggt  af Mashona  fólkinu,  friðsömu  og  trúuðu  fólki.    Um 

fimmtíu  árum95  fyrir  komu  Breska  Afríkufélagsins  höfðu  Matabelemenn  (Ndebele),  sem  voru 

afsprengi  Zúluættflokksins, farið norður undir stjórn Mzilikazi og sigrað landið96. Stjórnun Matabele 

á  landi  var  með  öðrum  hætti  heldur  en  vanalega.  Hægt    er  að  segja  að  það  landsvæði  sem 

Lobengula, arftaki Mzilikazi, stjórnaði væri það svæði sem hann hafi farið  í víking/ránshendi(raided) 

um.  Áhugi  margra  Breta  á  Mashonlandivar  bundinn    við    gullfund  í  sunnanverðri  Afríku,  í 

Witwatersrand og auk þess við grun um gullæð við Katanga.   Það   gerði það að verkum að  líklegt 

þætti að toppurinn á gullæðinni væri í Mashonlandi. Ofan á það bættust hugmyndir Þjóðverjans Karl 

Peters að Mashonaland væri  líklega svæðið þar sem hinar goðsagnakenndu námur Salómons hefðu 

verið staðsettar.  Zimbabwerústirnar voru taldar ummerki eftir Fönikumenn en á þessum tíma trúðu 

Evrópumenn því ekki að  innfæddir gætu hafa byggt slík mannvirki97. Áhugi Rhodes á Mashonalandi 

var hins  vegar ekki bundinn  við mögulegan  gullfund. Rhodes  vildi  laða þangað breska  landnema  í 

þrennum tilgangi: Til þess að viðhalda valdahlutföllum  í sunanverðri Afríku Bretum  í vil; til þess að  

                                                            92 (Power, 2003) 93 Eina þekkta kola belti Afríku liggur um um Zimbabwe, Suður Afríku, Botswana og Namibíu. 94 (CIA, 2010) 95 Bls. 137, (Hughes, 1961) 96 Bls. 71, (Chamberlain, 1999) 97 Scramble for Africa, bls 72. 

Bls. | 32   

stækka lönd og auka völd breska heimsveldisins og til þess að halda opnun möguleikanum á rauðri98 

leið  frá  Höfðaborg  til  Kairó99.  Rhodes  og  félag  hans  byrjaði  á  því  að  semja  um  námuréttindi  við 

höfðingja Matabelemanna. Þremur árum eftir að breski fáninn var fyrst dreginn að húni þar sem nú 

stendur höfuðborg Zimbabwe, Harare sem áður hét Salisbury, beitti breska Suður ‐ Afríku Félagið  afli 

til þess ná völdunum af Matabeleættflokknum. Rétt tæpum þremur árum eftir þetta  risu Matabele 

og Mashona ættflokkarnir saman upp gegn BSAC (BSAF á ísl.) hvítum landnemum í Suður ‐ Rhodesíu. 

BSAC yfirbugaði ættbálkana auðveldlega100.  

Félagið var stofnað af Cecil John Rhodes, James Hamilton, 2nd Duke of Abercorn og Alfred Beit svo 

þeir helstu séu nefndir.  Árið 1888 hernam einakaher Breska Suður ‐  Afríkufélagsins Mashonaland og 

Matabeleland og úr því varð Suður ‐  Rhodesía til sem nýlenda undir stjórn félagsins. 1923 fékk Suður 

‐    Rhodesía  sjálfstjórn  í  innanríkismálum  eftir  að  hafa  fellt  í  þjóðaratkvæðagreiðslu  samning  um 

sameiningu  við  Suður  ‐   Afríku. Á  tíma  var  ríkið hluti  af Mið  ‐   Afríska  sambandsríkinu Rhodesíu‐

Nyasaaland sem samanstöð af nýlendunum Suður  ‐   Rhodesíu, Norður  ‐   Rhodesíu  (nú Zambíu) og 

Nyasaalandi  (nú Malawí).  Þegar  það  leystist  upp    urðu  Zambía og Malawí  að  sjálfstæðum  ríkjum  

undir meirihlutstjórn svartra  íbúa  .  Í Suður ‐   Rhodesíu neituðu stjórnvöld að taka slík skref og varð 

þeim neitað um sjálfstæði frá Bretum. Suður  ‐ Rhodesía var alfarið undir stjórn Breska Suður ‐ Afríku 

Félagsins    til  ársins  1923    þegar  breska  ríkisstjórnin  kaus  að  endurnýja  ekki  samning  félagsins 

(Company's charter). Ári fyrr hafði Suður ‐  Afríka hafið samningaviðræðum um að taka við yfirstjórn 

ríkisins  og  innlima  það.  Í  þjóðaratkvæðagreiðslu  á  meðal  hvítra  landnema  var  þessari 

sameiningartillögu  hafnað  og  í  kjölfarið  ákvað  breska  ríkisstjórnin  að  gera  Suður  ‐    Rhodesíu  að  

sjálfsstjórnarnýlendu  með fullveldi í innanríkismálum.  

Mörg  lög  í Rhodesíu höfðu verið   skrifuð beint   upp úr  lagatextum sem Suður  ‐ Afríkuþingið   hafði 

samþykkt. Mikill munur var þó á  löggjöf og því andrúmslofti sem ríktí  í Rhodesíu miðað við hvernig 

staðan var sunnan við Zambezí. Svartir höfðu kosningarrétt  í Rhodesíu, þar voru nokkrir þingmenn 

svartir og voru yfir  veigaminni ráðaneytum í stjórnkerfinu. Samtímis var engum nema hvítum hleypt 

að völdum  í Suður  ‐   Afríku. Aðskilnaður hvítra og  svartra var afnuminn á mjög mörgum  sviðum  í 

Rhodesí.u þannig að svartir og hvítir blönduðu saman geði og unnu saman101, eitthvað sem var alveg 

óþekkt í Suður Afríku þar sem hvítir voru alltaf yfir þeim svörtu en ekki öfugt. Þó verður að geta þess 

að  Rhodesíu  var mjög  umhugað  um  öryggi  sitt  og þá  sérstaklega  innanlands.  Lög  voru  sett    sem 

heimiluðu lögreglunni að beita miklu valdi í að halda uppi lögum og reglu. Þar á meðal voru heimildir 

                                                            98 Rauður var einkennislitur breska heimsveldisins. 99 Bls. 72, (Chamberlain, 1999) 100 Bls. 138, (Hughes, 1961) 101 Bls. 143, (Hughes, 1961) 

Bls. | 33   

til  þess  að  handtaka  og  geyma  í  varðhaldi  grunaða  án  þess  að  færa  þá  fyrir  dóm  í mjög  langan 

tíma102.  

The Central African  Federation of Northern  and  Southernad Rhodesia  and Nyasaland  var  stofnað 

1953. Sir Godfrey Huggins  (síðar Lord Malvern) réð algjörleglega  för á ráðstefnu við Victoríufossa  í 

febrúar 1949 þar sem hugmyndin um Sambandsríkið var rædd. Hann sagði meðal annars um svarta 

íbúa  í ríkjunum þremur: „ The natives must be ruled by benevolent aristocracy  in the real sense of 

the word... Our democratic system does not embrace mob law“. Síðar bætti hann við: „The history of 

the world suggests that there is prima facie evidence that there is something wrong with the Bantu 

branch of the family.“103 

 

Mynd 9 

Fólksfjölgun í Zimbabwe hefur verið gríðarlega mikil undanfarin 50 ár og hefur íbúatalan fjórfaldast. 

Allar  íbúartölur  eftir  2000  ber  að  taka með  þeim  fyrirvara  að mikill  landflótti  hefur  átt  ser  stað. 

Opinberar  tölur  eru  ekki  áræðanleg  heimild  um  íbúarfjölda  þar  sem  þær  eru  settar  fram  af 

ríkisstjórninni  og  eru  þannig    „fegraðar“.  Talið  er  að  allt  að  þriðjungur  þjóðarinnar  hafi  flúið  yfir 

landamærin til nærliggjandi ríkja, flestir til Suður ‐ Afríku104. HIV tíðni í Zimbabwe er mjög alvarleg en 

samkvæmt  bestu  fáanlegum  heimildum  eru  15,3%  þjóðarinnar  smituð  af  veirunni105. Óstaðfestar 

heimildar herma að þess tala sé mun hærri og nær því að þriðjungur þjóðarinnar sé smitaður af HIV 

veirunni106.  

                                                            102 Bls. 144, (Hughes, 1961)  103 Bls. 285 til 286, (Arnold, 2005) 104 (Hartnack, 2005) 105 (CIA, 2010) 106 (Power, 2003) 

02.000.0004.000.0006.000.0008.000.000

10.000.00012.000.00014.000.000

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004

Íbúafjöldi

Íbúafjöldi

Bls. | 34   

Eftir  að  stjórn Mugabes  hóf  landumbættur  sem  fólust  í  eignarnámi  og  endurúthlutun  á  jörðum 

hvítra, hafa þeir (hvítir  íbúar  landsins) flúið. Þegar hvítir  íbúar  landsins voru sem flestir þá var fjöldi 

þeirra  í kringum 300.000 eða um 5,5% þjóðarinnar107. Í dag er talið að þeir séu ekki fleiri en 50.000 

og   nái    ekki 0,5%  af  heildaríbúarfjölda  landsins108.  Eftir  Zimbabwe  fékk  sjálfstæði og Mugabe og 

Zanuflokkur hans náði völdum var hafist handa við að tryggja völdin. Mugabe og   fylgismenn   hans 

eru  af  Shonaættflokki  sem  er  sá  fjölmennasti  í  Zimbabwe.  Helstu  keppinautar  Mugabees  voru 

Nkomo og  ZAPU  flokkur   Matabaleþjóðarinnar. Með  stöðugum  hætti  var  unnið  að því  að  auka  á 

spennu  milli  Shona  og  Matablemanna  sem  svo  braust  út  með  tilraun  til  uppreisnar  af  hálfu 

Matabalemanna109. Norður – kóreiskar  þjálfaðar sveitir Mugabes réðust inn í Matabaleland (hérað) 

og er áætlað að allt að 30.000  íbúar   Matabalefólks hafi verið drepnir  í átökunum. Matabaleþjóðin 

hefur verið undirokuð af Shonaættflokknum æ síðan.  

 

Mynd 102110 

Efnahagsleg  stöðnun  var  í Rhodesíu eftir að góðæri eftirstríðsárana  lauk og  varði hún  frá 1950  til 

1970.  Þó var á þessum tíma byggð ein stærsta stífla heims í  ánni Zambezí  á árunum 1955 til 1959. 

Upp  úr  þeim  tíma  eftir  að  einhliða  sjálfstæði  var  lýst  yfir  frá  Bretum  hófst  uppgangur  í 

efnahagsmálum  landsins. Þó þurftu stjórnvöld og  fyrirtæki  í  landinu að  lifa við  innfluttningsbann á 

olíu  sem  Bretar  settu    á  landið.  Í  kjölfarið  fylgdi  síðan  algjört  viðskiptabann  af  hálfu  Sameinuðu 

þjóðanna. Þrátt fyrir viðskiptabannið var smygl á verðmætum útflutningsvörum mjög algengt. Einnig 

var það mjög algengt að önnur ríki en Bandaríkin, Bretland og afrísk ríki með meirihlutastjórn svartra, 

virtu viðskiptabannið að vetthugi.   Tóbaki og krómi var smyglað úr  landi og ekki   var   óalgengt að 

                                                            107 (Hartnack, 2005) 108 (Hartnack, 2005) 109 Bls. 367 til 382,  (Smith, 1997) 110 Allar efnahagstölur eru fengnar með: Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices).  

0

1000

2000

3000

4000

1950 1960 1970 1980 1990 2000

1950 til 2004 (tölur frá 2004 vantar)

Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices) 

GDP

Bls. | 35   

helsta stuðningsríki svartra uppreisnarmanna , Sovétríkin, væri stærsti kaupandinn á smygluðu krómi 

frá  Rhodesíu.  Sovétmenn  keyptu  hágæðakróm  frá  Rhodesíu  af  bandarísku  námuvinnslufyrrirtæki 

sem  mátti  ekki  senda  krómið  til  bræðslna  sinna  í  Bandaríkjunum  vegna  viðskiptabannsins. 

Sovétmenn  seldu  síðan  annars  flokks  krómmálm  til  Bandaríkjanna  á  tvöföldu  því  verði  sem  þeir 

keyptu  af  Rhodesíu.  111.  Sjálfstæði  Rhodesíu  lauk  1979  eftir  að  sátt  náðist  með  Lancastle 

friðarsáttmálanum  sem Margret  Tatcher,  þáverandi  forsetisráðherra  Breta,  kom  á.  Rhodesía  varð 

tímabundið  aftur  að  breskri  nýlenudu  sem  síðan  var  veitt  formlega  sjálfstæði  frá  Bretum  sem 

Zimbabawe með þjóðkjörna stjórn, kosna af öllum  íbúum  landsins112. Zanu,  flokkur Mugabes, vann 

sigur  í kosningunum og varð Mugabe  fyrsti  forsetisráðherra Zimbabwe. Efnhagsvöxtur  landsins var 

þó nokkuð rysjóttur á níunda og tíunda áratugunum. Upp úr 1990 hægðist mjög á efnahagnum sem 

fór síðan sígandi eftir aldamótin. Eins og áður hefur verið getið um   hófu stjórnvöld  í Zimbabwe að 

taka  land  eignarnámi  af  hvítum  bændum  og  úthluta  því  til  svartra  íbúa  landsins  upp  úr  síðust 

aldamótum.  

Zimbabwe og þar á undan Rhodesía,‐  hefur tekið þátt í mörgum styrjöldum og átökum í Afríku. Með 

nánast  reglulegu millibili eru átök  í  landinu eða  landið  tekur þátt  í átökum annars  staðar. BSAC113 

barði niður Mashona (shona) og Matabele árið 1893114. Sigurinn  í þessari uppreisn, sem hefur verið 

kölluð  fyrsta Chimurenga115  stríðið,  tryggði  yfirráð BSAC  í Mashona og Matabalelandi og þar með 

bresk  ítök  norðan  við  Limpopoána.  Í  samningum  við  Þjóðverja  og  Portúgali  gátu  Bretar  bætt  

Barotselandi116  við  stofnskjal117 BSAC  sem  síðar  varð  að Norður  ‐    Rhodesíu.  Seinna  Chimurenga‐ 

stríðið, sem einnig hefur verið kallað rhodesíska kjarrlendisstríðið118, var háð á árunum1964 til 1979. 

Stríðið    fór  fram  í  Rhodesíu  en  teygði  sig  inn  í  Zambíu  og Mosambíque  þar  sem  zimbabweskir 

uppreisnarmenn héldu  til. Eins og Suður  ‐   Afríka þá   dró  rhodesíski herinn  lærdóm   af mistökum 

Bandaríkjanna  í  Víetnamstríðinu  þar  sem  Víetcongsveitir  og  sveitir  Norður  ‐  Víetnama  héldu  til 

handan  landamæranna  í öruggu  skjóli  í Kambódíu og  Laos  frá árásum Bandaríkjanna. Rhodesískar 

sérsveitir  gerður  árásir  langt  inn  í  Zambíu  og  Mosambíque  en  einnig  voru  sveitir  sendar  inn  í 

Botswana.  Frelsisstríð  Angóla  og Mosambíque  frá  Portúgal  og  svo  borgarastyrjöldarnar  í  þessum 

tveimur ríkjum  í kjölfarið höfðu áhrif á átökin  í Rhodesíu. Um tíma var það rætt  innan ríkisstjórnar 

Rhodesíu að senda herinn inn í Mosambíque til þess að hernema Beira, einamikilvægustu hafnarborg 

                                                            111 Bls. 135, (Smith, 1997) 112 Bls. 305 til 330, (Smith, 1997) 113 British South African Company 114 Bls 75, (Chamberlain, 1999) 115 Orð í tungumáli Shona yfir vopnaða uppreisn.  116 Gamalt nafn á því svæði sem núna er að mestu Zambía.  117 charter 118 Rhodesian Bush War. 

Bls. | 36   

Suðaustur  ‐ Afríku119.   Stríðinu  í Rhodesíu  lauk með með Lancastlefriðarsáttmálanum eins og áður 

hefur verið minnst á hér að ofan.  

 Á  árunum  1998  til  2002  tók  Zimbabwe  þátt  í  stríðinu  í  lýðræðislega  lýðveldinu  Kongó  (Kongó 

kinshasa  áður  Zair,  Belgíska  Kongó).  Stríðskostnaðurinn  var  gríðarlega  hár  og  varð  ein  af  þeim 

ástæðum  að  stjórn Mugabes  hóf  eignarnám og  endurúthlutun  á  jarðnæði120. Hin  ástæðan  var  sú 

ákvörðun Tony´s Blair  fyrrum  forsetisráðherra Bretlands að  segja Bretland  frá skilyrðum Lancastle‐ 

friðarsáttmálans.   Í þeim ásetningi Breta  lýstu þeir yfr því   að ástæðan væri ógagnsæi  í uppkaupum 

og úthlutun á jarðnæði sem keypt væri fyrir fjármuni frá Bretlandi121. Í samningnum var ákvæði um 

að Bretar kæmu að fjármögnun svartra íbúa landsins við kaup á jörðum af hvítum bændum.  

Fyrst eftir  sjálfstæði Zimbabwe   var stjórnarfyrirkomulagið með svipuðu sniði og gerist  í Bretlandi; 

þingbundið  fulltrúalýðræði  þar  sem  forsetisráðherra  kom  úr  röðum  þingmanna  sem  mynduðu 

meirihluta á þinginu og  forseti, sem var þjóðhöfðingi  í nánast valdalausu embættið. Árið 1987 var 

stjórnarskránni  breytt með  þeim  hætti  að  forsetinn  varð  að æðsta  valdaembætti  landsins  og  var 

Mugabe kosinn  fyrsti  forseti  landsins eftir þessar  stjórnarskrárbreytingar. Á því  tímabili,  sem þessi 

ritgerð  nær  yfir,  hefur  Zanu  PF  flokkur Mugabes  ávallt  verið  völd. Mikil  gagnrýni  hefur  verið  á 

Mugabe  og  Zanu  PF  fyrir  ólýðræðislega  stjórnarhætti  og  ólýðræðislegar  breytingar  á  stjórnarsrká 

landsins, bæði  innanlands og alþjóðlegum vettvangi122. Stjórnarskrárbreytingarnar sem átt hafa sér 

stað frá 1980 hafa nær allar miðað að því að auka völd forsetans á kostnað þingsins og í þeim tilgangi 

var  efri  deild  þingsins  lögð  niður.  Við  hverjar  kosningar  til  þings  eða  forseta  hafa  stjórnvöld  og 

Mugabe aukið einræði og  flokksræði ZANU  flokksins upp að því marki að hægt   er að  tala um að 

Zimbabwe væri eins flokks ríki.  

                                                            119 Bls. 186, (Smith, 1997)  120 (BBC, 2000) 121 (House of Commons, 2000) 122 (BBC, 1999) 

Bls. | 37   

Eftir  að  stríðsátökum  í  Kongó  lauk  var  fjárhagsleg  staða 

Zimbabwe mjög slæm. Gamlir bandamenn Mugabes sem höfðu 

barist  fyrir uppreisnarsveitir hans  í  seinna Chimurengastríðinu 

og  aðrir  sem  höfðu  verið  sendir  til  Kongó,‐    voru  orðnir 

langþreyttir á biðinni eftir að fá sjá ávöxt  erfiðis síns. Þeir vildu 

fá  fé og  lönd    fyrir  framlag  sitt. Vegna þeirrar afstöðu breskra 

Verkamannaflokksins  sem  fór með  stjórn  Bretlands,    að  þeir 

teldu  sig    ekki  bundna  af  ákvörðunum  sem  breski 

Íhaldsflokkurinn  hafði  gert  sem  forverar  þeirra  í  embætti,  ‐ 

leiddi sú afstaða til þess  að  skortur varð  á ódýru fé til þess að 

geta fjármagnað kaup svartra á  jörðum hvítra bænda. Mugabe 

ákvað því að sefja fylgismenn sína með því að taka jarðir einhliða 

af  hvítum  bændum með  stjórnvaldsaðgerðum  og með  því  að  gefa  gömlum  fylgismönnum  sínum 

lausan  tauminn  í að yfirtaka  jarðnæði hvítra bænda sjálfir og hrekja þá burt.. Strax árið 2000 voru 

miklar áhyggjur af þessari þróun og hótunum Mugabes um að hrekja hvíta af  löndum sínum og úr 

landi123.  Ráðamenn  í  Suður  ‐  Afríku  höfðu  áhyggjur  af  því  að  Zimbabwe  sem  var  nærst  stærsta 

hagkerfi sunnanverðrar Afríku myndi kollsteypast og geti dregið suður ‐  afríska hagkerfið með sér  í 

niðursveiflu.  Árið  2001  tæmdist  allur  gjaldeyrisvarasjóður  landsins  og  alþjóðleg  samtök  eins  og 

Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  skáru á allar  lánveitingar  til Zimbabwe vegna  stefnu 

stjórnvalda um eignarnám á  jörðum hvítra bænda124. Ári  seinna er Zimbabwe  sett út  í kuldann og 

meinað þátttöku í Breska Samveldinu. Zimbabwe var þá  í þeirri hætt að hungursneyð skelli á vegna 

minnkandi  landbúnaðarframleiðslu.    Stjórnvöld  í  Zimbabwe  ákveða  síðan  að  segja  sig  úr  Breska 

Samveldinu.  Í kjölfar versnandi efnahags og stefnu stjórnvalda að prenta peninga til þess að borga  

fylgismönnum  og  vígasveitum  stjórnvalda  laun,  fer  verðbólgan  af  stað.  Opinberar  tölur  um 

verðbólguna sem fylgdi  í kjölfarið hljóðuðu upp á 231 milljón prósent verðbólgu125. Mynd 13 hérna 

að ofan er  frá 2008 og  sýnir mann  í verslunarleiðangri. Árið 2008 var hægt að  skipta 10 breskum 

pundum fyrir 1.595.293 Zimbabwedollara126. Stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna taldi að einungis 

6% þjóðarinnar væri með vinnu og allt að 7 milljónir manna þyrftu á neyðarmatvælaaðstoð  að halda 

ef  koma ætti  í  veg  fyrir  hungursneyð  í  landinu.  Ekki  hefur  verið  hægt  að  setja  viðskiptabann  á 

                                                            123 (BBC, 2000) 124 (BBC, 2009) 125 (The Sydney Morning Herald, 2009) 126 (Cool, 2008) 

Mynd 11 

Bls. | 38   

Zimbabwe  vegna    andstöðu  Rússlands  og  Kína  sem  hafa  beitt  neitunarvaldi  sínu  gegn  öllum 

hugmyndum um viðskipta‐ og vopnasölubann á Zimbabwe127.  

 

   

                                                            127 (Lynch, 2008) 

Bls. | 39   

Niðurstöður Botswana hefur  frá sjálfstæðistöku þess dafnað mjög vel miðað við þær erfiðu aðstæður og miklu 

fátækt sem ríktu  í  landinu. Lítil  iðnvæðing hafði átt sér stað fyrir  iðnvæðingu og má rekja það til að 

fjöldi hvítra  íbúa  í  landinu  var mjög  fámennur. Hefur það  verið byrði  fyrir Botswana  að hafa ekki 

aðgang  að  vel  menntuðum  starfskröftum  eins  og  hin  ríkin  hafa  og  höfðu,  sem  fólst  í  hvíta 

minnihlutanum. Efnahagslega hefur Botswana verið stýrt með mjög íhaldsömum hætti sem felst í því 

að draga úr framkvæmdum á vegum ríkissins og safna í sjóði í góðæri. Þegar  kreppir að  hefur ríkið 

framkvæmdir og eyðir þeim fjármunum sem liggja oft í digrum gjaldeyrissjóðum. Lýðræðislega hefur 

Botswana  náð  að  sameina með  undraverðum  hætti  hinar  gömlu  hefðir Afríku  um  beina  aðkomu 

íbúanna að ákvörðunum höfðingjans og svo hið vestræna  fulltrúalýðræði.  

Namibía   á sér   mjög stutta sögu sem sjálfstætt  ríki. Landið er að  fara  í gegnum sína  fyrstu alvöru 

efnahaglegu þrengingar núna  í dag undir  stjórn  svarta meirihlutans  í  landinu. Hvíti minnihlutinn  í 

landinu  er  ekki  stór  en  hann  er  nógu  fjölmennur  til  þess  að  landið  geti  notið  menntunar  og 

iðnþekkingar hans við uppbyggingu ríkisins. Fjölgun Kínverja  í Namibíu frá því  landið fékk sjálfstæði 

og samstarf þess við Kína auðveldar mjög aðgengi þess að  iðnmenntuðu vinnuafli sem alltaf hefur 

verið  skortur  á  í  Afríku.  Efnahagsleg  hástökk    hafa  ekki  orðið  hástökk  í  Namibíu  líkt  og  varð  í 

Botswana en  þar hefur verið nokkuð stöðugur vöxtur. Þegar  kemur að lýðræðinu þá hefur það ekki 

gengið  áfallalaust fyrir sig og deilt er um viljandi og óviljandi kosningarsvindl. Ekki er hægt að áfellast 

stjórnvöld í Namibíu fyrir mistök við kosningar vegna stuttrar sögu og lítillar reynslu svartra  íbúa  af  

þátttöku  í  kosningum  og  framkvæmdar  þeirra. Mistök  við  framkvæmd  og  talningu  eru  því  talin 

óhjákvæmileg til að byrja með.  

Suður‐Afríka  er  iðnvæddasta  ríki  Afríku  sunnan  Sahara  og  er  eitt  af  stærstu  efnahagskerfum 

heimsins.  Landið  er mjög  ríkt  af  velmenntuðum  íbúum  og  hefur  iðnvæðst  upp  að  því marki  að 

tækniþekking  sem    til  staðar  er  í  Suður‐Afríku  hefur  gert  landinu  kleift  að  smíða  sín  eigin 

kjarnorkuvopn. Hvíti minnihlutinn er gríðarlega fjölmennur þó svo að    í þeim hópi   virðist skollinn á  

fólksflótti  eftir  að  aðskilnaðarstefnan  var  afnuminn.  Efnahagsvöxtur  landsins  hefur  verið  mjög 

stöðugur upp á við. Eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin hefur  lýðræðið breiðst út til allra  íbúa 

landsins en ekki verið bara meðal þeirra hvítu eins og var áður. 

Zimbabwe var ein af vonarstjörnum Afríku sem hefur hrapað. Landið bjó að öllu því sem þurfti til að 

byggja upp  iðnvætt  samfélag;  fjölmennan,   hvítan minnihluta með mikla verk  ‐ og  tækniþekkingu, 

gnægð  góðmálma  í  jörðu  og mikið  ræktarland  sem  getur  brauðfætt  þennan  hluta Afríku.  Ekki  er 

Bls. | 40   

hægt að segja að lýðræði hafi aukist við það að meirihlutastjórn svartra var komið á árið 1980 heldur 

þess að stjórn eins þjóðfélagshóps var skipt út fyrir annan. Lýðræði og réttindi íbúanna hefur jafnt og 

þétt    farið minnkað  en  völd  eins  stjórnmálaflokks  og  leiðtoga  þess  verið  aukin.  Efnahagslega  var 

framtíðin mjög björt  fyrir  landið þar  til  stjórnvöld ákváðu að hafa bein afskipti af  atvinnugreinum 

landsins með því að hlutast til um hverjir eigendurnir væru og ættu að vera. Hefur þessi stefna leitt 

til algjörs hruns samfélagsins og gríðarlegs  fólksflótta. Landið stendur  í dag mjög  illa að vígi vegna 

flótta hvítra íbúa landsins og allra annara sem hafa einhverja menntun.  

Eftir að hafa farið yfir helstu þætti í sögu og þróun efnahagsmála þessara ríkja þá er hægt skoða hvað 

þau  eiga  sameiginlegt  og  hvað  skilur  þau    að.  Efnahaglega    eru Botswana  og Namibía með mjög 

sambærilegt  efnahagskerfi  og  svipaðar  útfluttningsgreinar  sem  eru  nánast  eingöngu  vinnsla  og 

útflutningi   góðmálma. Ólíkt Botswana   búa stjórnvöld  í Namibíu ekki yfir  reynslu af   því að  takast 

sjálf á við efnhagssveiflur. Botswana hefur farið mjög vel út úr efnahagslegum niðursveiflum hingað 

til vegna hinnar mjög  íhaldssömu stefnu stjórnvalda að safna  í sjóði á góðæristímum og eyða þeim 

síðan  í  opinberar  framkvæmdir  þegar    kreppir  að.  Suður  ‐  Afríka  og  Zimbabwe  eru  einnig miklir 

útflytjendur  góðmálma  en Zimbabwe er það ríki þar sem málmnámuvinnsla hefur verið hlutfallslega 

minnst miðað við frumatvinnugreinar. Namibía og Botswana búa einungis við mjög takmarkaða getu 

til útflutnings á landbúnaðarvörum vegna skorts á góðu ræktarlandi en Kalaharieyðimörkin liggur um 

ríkin tvö. Gott ræktarland er að finna í mjög ríkum  mæli í Suður ‐ Afríku en mest er það í Zimbabwe 

sem hefur verið eitt mesta landbúnaðaríkið í þessum hluta álfunnar. Efnahagshorfur þessara ríkja eru 

að mörgu leyti mjög góðar ef þau halda rétt á spilunum varðandi stjórnarhætti innanlands eins hefur 

sannast  með  Zimbabwe.  Á  meðan  hin  ríkin  3  upplifðu  gríðarlega  efnahagslega  hagsæld,  leiddu 

aðgerðir zimbabweskra stjórnvalda heima fyrir til algjörs efnahagshruns. Í Namibíu og Suður ‐ Afríku 

er þrýstingur  frá  róttækum, svörtum  íbúm  landanna að  fara  í   hliðstæðar aðgerðir og    farið var  í  í 

Zimbabwe; við upptöku á landi hvítra og endurúthlutun á því til svartra.  Þegar litið er til menntunar 

er framtíð þessara ríkja að mörgu leyti mjög björt ef þeim tekst að halda menntafólkinu heima. Mjög 

miklu er varið  í menntun barna og er  lestrar‐ og  skriftarkunnátta  í þessum  ríkjum mun meiri   en  í 

öðrum ríkjum Afríku. Á móti kemur að eyðnismit eru mun algengara í sunnanverðri Afríku heldur en 

á nokkru öðru svæði í Afríku. Með einum eða öðrum hætti eru Botswana, Namibía og Zimbabwe háð 

Suður  ‐   Afríku vegna hins gríðarlega stóra og þróaða efnahagskerfis þar  í  landi. Botswana gat ekki, 

þrátt  fyrir  deilur  innanlands  sem  utan,  slitið  tengsl  sín  við  stjórnvöld  í  Suður  ‐  Afríku  á  tímum 

aðskilnaðarstefnunnar vegna þess að landið var háð viðskiptum við og í gegnum Suður ‐ Afríku. Enn 

þann dag  í dag, þrátt fyrir tilkomu Súesskurðarins, er  leiðin fyrir Góðravonarhöfða ein mikilvægasta 

og  fjölfarnasta  siglingarleið  heims. Höfðaborg  er  því  enn mikilvægasta  hafnarborg  sunnanverðrar 

Afríku. Lega Gautengshéraðs í Suður ‐ Afríku með sinn gríðarlega fjölda íbúa og samgöngumannvirkja 

Bls. | 41   

til  og  frá  borgunum  tveimur  innan  þess,  Pretóríu  og  Jóhannesarborgar,  gerir  það  að  verkum  að 

viðskipti innan þessa heimsluta eiga sér að stærstum hluta  þar.  

Miðað við það sem gerst hefur og er að gerast, virðist sem bæði Botswana og Namibía geti spjarað 

sig mjög vel  sem  sjálfstæði  ríki. Sérstaklega hefur Botswana  sýnt  fram á að það þarf ekki að vera 

undir verndarvæng eða vera hluti af öðru ríki til þess að byggja upp sitt eigið ríki og auka hag  íbúa 

þess.Þessi ríki eru mjög fámenn og hefðu nánast ekkert um það að segja hvernig þróun innan þeirra 

yrði ef þau væru sameinuð Suður ‐ Afríku. Zimbabwe er í allt annarri stöðu í dag. Fyrir árið 2000 hefði 

verið hægt að segja að Zimbabwe þyrfti ekki á sameininggu að halda við Suður ‐ Afríku eða á hjálp að 

halda þaðan með einhverjum hætti.  Innanríkismál  í Zimbabwe hafa þróast á þann veg að  í dag er 

ríkið  mjög  illa  statt  og  þarf  á  allri  þeirri  aðstoð  og  hjálp  að  halda  sem  býðst.  Menntaði  hvíti 

minnihlutinn hefur verið hrakin úr landinu ásamt fjöldanum öllum af svörtum íbúum þess. Við þessi 

vandamál  bætist  svo  að  tíðni  HIV  –smita  er  þar  ein  sú  hæsta  í  heiminum  og  vegna  skorts  á 

matvælum, hreinu drykkjarvatni og  lyfjum.   Því   hefur ónæmiskerfi margra  íbúa versnað sem hefur 

leitt  til þess  að HIV‐smitið  þróast  yfir  í  alnæmissjúkdóminn.  Efnahagurinn  er  algjörlega  hrunin  og 

landið er  komið  í pólitíska einangrun  á  alþjóðavettvangi  .  Stór hluti  íbúanna hefur  flúið  til  Suður‐ 

Afríku í leit að vinnu og betra lífi sem gerir vandamál Zimbabwe að beinu vandamáli í Suður ‐ Afríku. 

Að byggja upp innviði og atvinnulíf Zimbabwes ásamt því að koma á fót á nýrri. almennri heilsugæslu 

er gríðarlega stórt verkefni. Vandamálin eru það stór í sniðum og það alvarleg að önnur ríki í þessum 

heimshluta og þá sérstaklega Suður ‐  Afríka, geta ekki komið sér hjá því að vinna að  lausn mála og 

uppbyggingu  Zimbabwe, með  einum  eða  öðrum  hætti,  beint  og  óbeint.  Saga  þessar  ríkja  er  of 

sammtvinnuð og nálægð oft mikil til þess að Suður ‐ Afríka geti litið framhjá því eða komist hjá því að 

gera eitthvað í málunum.  

Ekki virðist vera nein tenging á fjölda hvítra íbúa í þessum löndum hlutfallslega eða á annan hátt við 

efnahagslegan uppgang. Landflótti hvítra  til annarra ríkja í leit að betra lífsviðurværi hefur hins vegar 

haft áhrif á þessi ríki.. Svo virðist sem mikil verðmæti felist í að halda hvítum íbúum landanna í þeim 

vegna menntunar þeirra. Í álfu þar sem menntun er að jafnaði ekki mjög mikil í samanburði við aðra 

heimshluta, þá skiptir hver einstaklingur máli sem hefur menntað sig bóklegu eða verklegu námi.  

Lýðræðislega þá búa öll  ríkin  við það  að  einn  flokkur, oftast  sá  flokkur  sem  var  stærstur  í  frelsis‐ 

baráttu  landsins, drottni yfir stjórnmálum  landsins með yfirgnæfandi meirihluta. Í mörgum tilfellum 

hafa  þessir  flokkar  nægjanlegan  þingstyrk  til  þess  að  koma  á  stjórnarskrárbreytingum  einir  og 

óstuddir. Til  langs tíma  litið er það  líklegt að yfirburðarstaða slíks flokks  leiði til þess að hann breyti 

lögum á þann hátt að allir aðrir flokkar séu bannaðir og að landið verði að einsflokks ríki. Zimbabwe 

var þar lengst komið en ekki er hægt að fullyrða það vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á 

Bls. | 42   

stjórnmálasviðinu á undanförnum tveimur árum. ANC í Suður‐Afríku er sá flokkur sem næst stendur 

ZANU  flokki  Mugabes  í  Zimbabwe.  Ólíkt  því  sem  gerst  hefur  í  Zimbabwe  hefur  uppreisnar‐  og 

andspyrnuleiðtogi  í ANC stigið til hliðar og hleypt öðrum að. Formannsskipti  í ANC hafa  farið mjög 

friðsamlega fram  sem gefur von um að lýðræðið sé grundvallarstólpinn í hugum félagsmanna ANC.  

   

Bls. | 43   

Lokaorð Staða þessara ríkja sem  fjallað hefur verið um hér að ofan er mjög sérstæð. Suður  ‐ Afríka er  lang‐ 

stærsta efnahagskerfi Afríku og er eitt af stærstu efnahagskerfum heimsins. Hin þrjú ríkin eru öll háð 

Suður  ‐ Afríku á einn eða annan hátt og eru  í þeim samanburði   mjög  lítil. Sameining Namibiu   og 

Botswana  við  Suður  ‐  Afríku  hefði mjög  lítil  efnahagleg  áhrif  á  Suður  ‐  Afríku.  Til  þess  eru  ríkin 

einfaldlega of  fámenn. Hins vegar myndi  sameining við Zimbabwe breyta hinu pólitíska  landslagi  í 

Suður ‐ Afríku. 12 milljónir nýrra íbúa og þar af flestra af öðrum ættflokkum heldur en þeirra sem eru 

fyrir í Suður ‐ Afríku hefði mikil áhrif á stjórnmálaþróunog flokka í hinu sameinaða ríki. Ekki er víst að 

ANC flokkurinn gæti sameinað meirihluta svartra íbúa í Zimbabwe á bak við sig. Þó er líklegra en ekki 

að Matabelemenn sem eru af ættflokki Zúlúa  gengju til liðs við ANC í einhverjum mæli.  Sameining 

þessara  fjögurra  ríkja  í eitt myndi hins vegar breyta gríðarlega stöðunni  í þessum   heimshluta.. Nú 

þegar  er  Suður  ‐  Afríka  lang  öflugasta  og  áhrifamesta  ríki  heimsálfunnar.  Sameinað  ríki  sem  við 

skulum kalla Bandaríki Suður ‐ Afríku eins Rhodes sá það fyrir sér, myndi drottna að miklu  leyti yfir 

álfunni. Öll kolaframleiðsa Afríku á sér stað í þessum fjórum ríkjum  og aðrir hernaðarlega mikilvægir 

málmar  yrðu  næstum  því  undir  einokunarstöðu  þessa  ríkis.  Ríkið myndi    ráða  yfir  demanta‐  og 

gullframleiðslu á  alþjóðlegum mörkuðum. Með  tilkomu  slíks  ríkis  sem  væri að miklum hluta mjög 

iðnvætt og ætti betur menntaða    íbúa heldur en nágrannaríki þeirra  í norðri   breyta stöðu annarra 

ríkja  á  borð  við  Angóla,  Zambíu, Malawí  og Mosambíque.  Staða  Tanzaníu  og  Kongó  yrði  einnig 

nokkuð breytt með tilkomu Bandaríkja Suður ‐ Afríku. Þessi fjögur fyrstnefndu ríkin yrðu mun háðari 

BSA128 heldur en Botswana, Namibía og Zimbabwe eru háð Suður ‐  Afríku í dag. Stærð BSA væri það 

mikil  að  það  væri  hægt  að  tala  um  efnahagslega  einokun  þess  á  þessum  hluta  Afríku.  Það  yrði 

illmögulegt    fyrir  stjórnmálamenn  annarra  ríkja  að  fara  beint  gegn  vilja BSA.  Það  sem meira máli 

skiptir fyrir  íbúa þessara ríkja er að það yrði mjög erfitt fyrir vesurlöndin að hunsa vilja stjórnvalda í 

BSA. Áhrif Afríku myndi að öllum  líkindum   aukast á alþjóðlegum vettvangi með tilkomu Bandaríkja 

Suður ‐ Afríku. Telja má að ef myndun slíks ríkist tækist vel upp þá væri líkur fyrir því að önnur ríki í 

Afríku sunnan miðbaugs myndu vilja ganga  í slíkt ríkjasamband. Zambía og Malawí koma fyrst upp í 

hugann vegna  sögulerar  tengingar þeirra við Suður  ‐ Afríku og  sérstaklega við Zimbabwe  sem þau 

voru áður í ríkjasambandi við undir minnihlutastjórn hvítra.  

   

                                                            128 Bandaríkjum Suður Afríku 

Bls. | 44   

Heimildarskrá Akers, M. (1973). Encyclopaedia Rhodesia. Salisbury: The Collage Press. 

Arnold, G. (2005). Africa a Modern History. London: Atlantic books. 

Ayittey, G. B. (2005). Africa Unchained The Blueprint for Africa's Future. New York: Palgrave Macmillan. 

BBC. (19. nóvember 1999). BBC News. Sótt 13. janúar 2010 frá Africa: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/528137.stm 

BBC. (25. júlí 2000). BBC News. Sótt 13. janúar 2010 frá Africa: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/611898.stm 

BBC. (8. apríl 2000). BBC News. Sótt 14. janúar 2010 frá Africa: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/706197.stm 

BBC. (16. apríl 2002). BBC News. Sótt 10. janúar 2010 frá Africa: http://news.bbc.co.uk/2/hi/talking_point/1924251.stm 

BBC. (5. nóvember 2003). BBC News. Sótt 10. janúar 2010 frá Africa: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/3242829.stm 

BBC. (15. október 2009). BBC News. Sótt 14. janúar 2010 frá Africa / Zimbabwe profile: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/country_profiles/1831470.stm 

Chamberlain, M. (1999). The Scramble for Africa Second Edition. New York: Pearson Education Limited. 

CHASS. (2008). Penn World Table 6.2. Sótt 9. desember 2009 frá http://datacentre2.chass.utoronto.ca/pwt/alphacountries.html 

CIA. (8. janúar 2010). CIA. Sótt 12. janúar 2010 frá CIA World Factbook: https://www.cia.gov/library/publications/the‐world‐factbook/ 

CIA. (6. janúar 2010). CIA. Sótt 11. janúar 2010 frá World Factbook ‐ HIV/AIDS: https://www.cia.gov/library/publications/the‐world‐factbook/rankorder/2155rank.html?countryName=Namibia&countryCode=wa&regionCode=af&rank=5#wa 

Cool, A. (6. desember 2008). Annoyingly Cool. Sótt 14. janúar 2010 frá http://www.google.is/imgres?imgurl=http://annoyinglycool.files.wordpress.com/2008/12/zimbabwe‐cash‐inflation1.jpg&imgrefurl=http://annoyinglycool.wordpress.com/2008/12/06/if‐youre‐ever‐feelin‐broke/&h=628&w=468&sz=62&tbnid=mTMxKbjRZ3R2vM:&tbnh=137&tbnw=10 

Dugdale‐Pointon, T. (9. september 2002). History of War. Sótt 10. janúar 2010 frá Namibia 1966‐1990: http://www.historyofwar.org/articles/wars_namibia.html 

Bls. | 45   

Exploration and Mining Industry News. (16. febrúar 2007). Mining Top News. Sótt 10. janúar 2010 frá http://www.miningtopnews.com/de‐beers‐planning‐big‐offshore‐diamond‐mining‐programme‐in‐south‐africa.html 

Eyes on Africa, Ltd. (2010). Eyes on Africa. Sótt 9. desember 2009 frá Botswana: http://www.eyesonafrica.net/african‐safari‐botswana/botswana‐info.htm 

Fuller, S. T. (1910). The Right honourable Cecil john Rhodes. London: Longmans, Green and Co. 

Google. (2009). Google. Sótt 10. desember 2009 frá Google Earth: http://maps.google.com/ 

Hallett, R. (1974). Africa Since 1875, a modern History. Ann Arbor: University of Michigan Press . 

Hartnack, M. (24. ágúst 2005). Irish Examiner. Sótt 13. janúar 2010 frá http://archives.tcm.ie/irishexaminer/2005/08/24/story662306828.asp 

Hengari, A. T. (20. nóvember 2009). All Africa. Sótt 11. janúar 2010 frá Namibia: http://allafrica.com/stories/200911210004.html 

HighBeam Research, LLC. (2005). Infoplease. Sótt 10. janúar 2010 frá Namibia: History, Geography, Government and Culture: http://www.infoplease.com/ipa/A0107812.html?pageno=3 

House of Commons. (19. júní 2000). www.parliament.uk. Sótt 13. janúar 2010 frá House of Commons: http://www.parliament.the‐stationery‐office.co.uk/pa/cm199900/cmhansrd/vo000619/text/00619w06.htm 

Hughes, J. (1961). The new face of Africa, south of Sahara. London: Longmans, Green and Co. 

International Marketing Council of South Africa. (9. júlí 2009). Southafrica info. Sótt 1. desember 2009 frá http://www.southafrica.info/ess_info/sa_glance/demographics/census‐main.htm 

Lewis, S. R. (1990). The Economics of Apartheid. New York: Council of Foreign Relation, Inc. . 

Lynch, C. (12. júlí 2008). Washingtonpost. Sótt 15. janúar 2010 frá Africa: http://www.washingtonpost.com/wp‐dyn/content/article/2008/07/11/AR2008071102953.html 

MBendi Information Services (Pty) Ltd. (17. janúar 2010). Mbendi. Sótt 10. janúar 2010 frá Gold minign in South Africa: http://www.mbendi.com/indy/ming/gold/af/sa/p0005.htm 

NationMaster.com 2003‐2010. (1998‐2000). Nation Master. Sótt 10. janúar 2010 frá Murder (per capita): http://www.nationmaster.com/graph/cri_mur_percap‐crime‐murders‐per‐capita 

Office of The Prime Minister. (2009). Government of Namibia Network. Sótt 12. janúar 2010 frá Republic of Namibia: http://www.grnnet.gov.na/ 

Power, S. (desember 2003). The Atlantic. Sótt 12. janúar 2010 frá http://www.theatlantic.com/doc/200312/power 

Queen's University. (21. nóvember 2006). Southern African Migration Project. Sótt 8. janúar 2010 frá Namibia: 

Bls. | 46   

http://www.queensu.ca/samp/migrationnews/article.php?Mig_News_ID=4107&Mig_News_Issue=23&Mig_News_Cat=7 

Schraeder, P. J. (2000). African Politics and Society. Boston: Bedford/ST Martini's. 

Sigurðardóttir, Þ., & Einarsdóttir, J. (2007). Afríka Sunnan Sahara í Brennidepli. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Afríka 20:20. 

Smith, I. D. (1997). The Great Betrayal, The Memoirs of Ian Douglas Smith. London: Blake Publishing Ltd. 

Standford University. (17. september 2009). Standford Computer Science. Sótt 15. janúar 2010 frá The History of Apartheid in South Africa: http://www‐cs‐students.stanford.edu/~cale/cs201/apartheid.hist.html 

Stuijt, A. (22. febrúar 2009). Digital Journal. Sótt 15. janúar 2010 frá Politics: http://www.digitaljournal.com/article/267776 

The Sydney Morning Herald. (30. janúar 2009). Sidney Morning Herald. Sótt 14. janúar 2010 frá http://www.smh.com.au/news/world/231000000‐inflation‐zim‐dollar‐dumped/2009/01/30/1232818687057.html 

UNESCO. (2000). UNESCO. Sótt 12. janúar 2010 frá UNESCO Institute for Statistic: http://www.uis.unesco.org/en/stats/statistics/ed/map_illit_monde2000.jpg 

UNICEF. (24. febrúar 2004). UNICEF. Sótt 18. desember 2009 frá Botswana Statistic: http://www.unicef.org/infobycountry/ 

Weidlich, B. (18. nóvember 2009). All Africa. Sótt 11. janúar 2010 frá Namibia: http://allafrica.com/stories/200911180311.html 

Zac, & Sera. (9. nóvember 2009). Serasphere Travel Photos and Stories. Sótt 13. janúar 2010 frá http://www.serasphere.net/Pics/EuropeansOnly.JPG 

 

 

   

Bls. | 47   

Fylgiskjöl  

   

Bls. | 48   

Fylgiskjal nr.1 Penn World Tables 6,2 

 Real Gross Domestic Product per Capita (Current Prices) (I$ in Current Prices)  

Year  Botswana  Namibia  South Africa  Zimbabwe 

1950   n/a     n/a     $       684,47    n/a   1951   n/a     n/a     $       722,20    n/a   1952   n/a     n/a     $       716,72    n/a   1953   n/a     n/a     $       773,46    n/a   1954   n/a     n/a     $       797,33    $     385,51  1955   n/a     n/a     $       811,53    $     388,97  1956   n/a     n/a     $       859,11    $     419,96  1957   n/a     n/a     $       907,83    $     468,83  1958   n/a     n/a     $       913,19    $     467,77  1959   n/a     n/a     $       955,10    $     521,25  1960   n/a     n/a     $       985,69    $     544,91  1961   n/a     n/a     $   1.049,13    $     563,88  1962   n/a     n/a     $   1.104,49    $     551,05  1963   n/a     n/a     $   1.104,97    $     550,82  1964   n/a     n/a     $   1.131,14    $     533,39  1965   n/a     n/a     $   1.183,82    $     568,88  1966   n/a     n/a     $   1.263,56    $     537,06  1967   n/a     n/a     $   1.336,75    $     538,20  1968   n/a     n/a     $   1.460,33    $     489,46  1969   n/a     n/a     $   1.562,16    $     648,18  1970   $     304,35    $ 1.367,81    $   1.675,67    $     797,83  1971   $     383,54    $ 1.383,77    $   1.813,13    $     880,82  1972   $     449,48    $ 1.410,85    $   1.970,03    $     997,40  1973   $     525,58    $ 1.453,96    $   2.200,72    $ 1.064,69  1974   $     634,25    $ 1.621,98    $   2.468,02    $ 1.234,08  1975   $     762,67    $ 1.846,21    $   2.719,94    $ 1.278,02  1976   $     777,42    $ 1.914,41    $   2.848,02    $ 1.327,55  1977   $     812,07    $ 2.196,47    $   3.139,83    $ 1.217,85  1978   $ 1.029,25    $ 2.331,42    $   3.362,44    $ 1.361,68  1979   $ 1.304,38    $ 2.500,73    $   3.802,25    $ 1.542,36  1980   $ 1.407,33    $ 3.261,47    $   4.508,74    $ 1.702,65  1981   $ 1.366,78    $ 3.212,87    $   4.642,09    $ 2.091,93  1982   $ 1.347,00    $ 3.352,39    $   4.821,33    $ 2.152,03  1983   $ 1.529,54    $ 3.281,14    $   5.167,94    $ 2.394,32  1984   $ 1.977,04    $ 3.338,10    $   5.366,43    $ 2.089,26  1985   $ 2.200,42    $ 3.769,12    $   5.572,70    $ 2.130,29  1986   $ 2.671,06    $ 3.728,60    $   5.559,39    $ 2.117,40  1987   $ 2.818,67    $ 4.133,47    $   5.741,00    $ 2.050,62  

Bls. | 49   

1988   $ 3.881,91    $ 4.273,55    $   5.961,35    $ 2.313,30  1989   $ 4.197,49    $ 4.206,23    $   6.223,65    $ 2.685,36  1990   $ 4.496,10    $ 3.751,82    $   6.539,89    $ 2.836,04  1991   $ 4.727,95    $ 3.853,68    $   6.541,59    $ 3.233,13  1992   $ 4.858,44    $ 3.974,12    $   6.406,71    $ 2.701,25  1993   $ 4.697,21    $ 4.122,67    $   6.557,30    $ 2.706,46  1994   $ 5.076,06    $ 4.456,90    $   6.773,86    $ 2.845,01  1995   $ 5.121,28    $ 4.414,47    $   6.927,10    $ 2.630,00  1996   $ 5.379,88    $ 4.679,40    $   7.304,57    $ 2.866,77  1997   $ 6.026,43    $ 4.752,58    $   7.488,72    $ 2.928,03  1998   $ 6.188,63    $ 4.856,02    $   7.511,72    $ 2.951,46  1999   $ 6.147,78    $ 4.891,37    $   7.755,90    $ 3.110,54  2000   $ 7.256,45    $ 5.268,55    $   8.226,06    $ 3.255,93  2001   $ 7.954,62    $ 5.105,37    $   8.707,44    $ 3.053,90  2002   $ 8.003,85    $ 4.918,51    $   9.179,98    $ 2.696,99  2003   $ 8.530,18    $ 5.144,19    $   9.629,90    $ 2.543,08  2004   $ 9.355,27    n/a     $ 10.078,08    n/a   

http://datacentre2.chass.utoronto.ca/cgi‐bin/pwt62/retrievePWT62.cgi 

Copyright © 2001‐2009 CHASS, All rights reserved,  

   

Bls. | 50   

Fylgiskjal nr. 2 Penn World Tables 6,2 Population          

Year  Botswana  Namibia  South Africa  Zimbabwe 

1950  430.413  463.729 13.595.840 2.853.1511951  436.320  474.595 13.926.314 2.950.9411952  442.308  485.831 14.264.935 3.080.9071953  448.377  497.453 14.623.631 3.190.9671954  454.640  509.470 14.991.553 3.307.2731955  461.100  521.903 15.368.551 3.409.0171956  467.765  534.767 15.755.233 3.529.7391957  474.639  548.080 16.151.549 3.646.3401958  481.731  561.854 16.558.044 3.764.1571959  489.080  576.077 16.974.984 3.886.9471960  496.695  590.731 17.416.653 4.010.9331961  504.585  605.831 17.869.991 4.140.1171962  512.764  621.392 18.356.657 4.277.7361963  521.237  637.428 18.856.708 4.412.4231964  529.966  653.950 19.370.514 4.537.2631965  538.100  670.981 19.898.242 4.685.2721966  545.965  688.539 20.440.487 4.835.6911967  553.541  706.640 20.997.321 4.995.4321968  561.941  725.304 21.569.468 5.171.8171969  571.874  744.618 22.157.355 5.352.8021970  583.999  764.683 22.739.921 5.514.5361971  599.647  786.160 23.338.080 5.684.1871972  620.401  808.422 23.935.810 5.861.1351973  645.258  830.584 24.549.294 6.001.9491974  675.192  853.561 25.178.954 6.172.5351975  709.381  878.576 25.815.144 6.341.7971976  747.578  904.881 26.467.896 6.496.4181977  789.455  922.554 27.129.932 6.642.1071978  832.055  934.586 27.809.087 6.767.2231979  874.371  954.702 28.505.816 6.887.1321980  914.310  974.771 29.251.588 7.169.9681981  950.402  988.265 30.017.808 7.429.2231982  986.036  1.010.696 30.829.351 7.636.5241983  1.023.428  1.044.579 31.664.120 7.929.6281984  1.062.510  1.079.732 32.522.803 8.242.6941985  1.103.084  1.115.636 33.406.107 8.562.3961986  1.145.208  1.154.333 34.155.879 8.878.5521987  1.188.940  1.195.905 34.893.687 9.217.183

Bls. | 51   

1988  1.232.460  1.255.888 35.639.597 9.558.3101989  1.273.364  1.338.777 36.405.966 9.865.0761990  1.312.455  1.409.069 37.191.456 10.154.0531991  1.349.485  1.450.275 37.923.698 10.439.2631992  1.384.216  1.490.730 38.656.281 10.729.3501993  1.418.076  1.532.181 39.270.643 10.997.4711994  1.450.560  1.574.540 39.762.152 11.126.6481995  1.481.033  1.617.727 40.255.599 11.233.1341996  1.508.889  1.661.186 40.722.717 11.436.0921997  1.533.462  1.704.223 41.194.236 11.642.9401998  1.553.853  1.746.431 41.658.077 11.839.4991999  1.569.012  1.787.314 42.047.627 12.021.9342000  1.577.739  1.826.279 42.351.345 12.185.9322001  1.580.805  1.862.916 42.572.867 12.332.3882002  1.579.436  1.896.845 42.715.936 12.463.1152003  1.573.267  1.927.447 42.768.678 12.576.7422004  1.571.041  1.950.047 43.031.400 12.648.273

http://datacentre2.chass.utoronto.ca/cgi‐bin/pwt62/retrievePWT62.cgi 

Copyright © 2001‐2009 CHASS, All rights reserved,  

   

Bls. | 52   

Fylgiskjal nr. 3 The economics of apartheid ‐ Eftir Stephen R. Lewis ‐ http://books.google.is/books?id=BDSqHsg5RsQC&pg=PA36&lpg=PA36&dq=South+African+Statistics+1982&source=bl&ots=YUkpZXeOJB&sig=Nc4a3sP_EhKRC6qAyEeVkJC 

http://www.southafrica.info/ess_info/sa_glance/demographics/census 

Year   South Africa    hvítir    litaðir    Indversk/asía 

1911          5.970.000          1.280.000           520.000              150.000    1912             1913             1914             1915             1916             1917             1918             1919             1920             1921          6.920.000          1.520.000           540.000              160.000    1922             1923             1924             1925             1926             1927             1928             1929             1930             1931             1932             1933             1934             1935             1936          9.590.000          2.000.000           770.000              220.000    1937             1938             1939             1940             1941             1942             1943             1944             1945             

Bls. | 53   

1946       11.410.000           2.370.000           930.000              280.000    1947             1948             

1949             

1950       13.595.840              1951       13.926.314           2.640.000       1.100.000               370.000    1952       14.264.935              1953       14.623.631              1954       14.991.553              1955       15.368.551              1956       15.755.233              1957       16.151.549              1958       16.558.044              1959       16.974.984              1960       17.416.653           3.090.000       1.510.000               480.000    1961       17.869.991              1962       18.356.657              1963       18.856.708              1964       19.370.514              1965       19.898.242              1966       20.440.487              1967       20.997.321              1968       21.569.468              1969       22.157.355              1970       22.739.921           3.770.000       2.050.000               630.000    1971       23.338.080              1972       23.935.810              1973       24.549.294              1974       25.178.954              1975       25.815.144              1976       26.467.896              1977       27.129.932              1978       27.809.087              1979       28.505.816              1980       29.251.588           4.530.000       2.610.000               820.000    1981       30.017.808              1982       30.829.351              1983       31.664.120              1984       32.522.803              1985       33.406.107           4.830.000       2.860.000               900.000    1986       34.155.879              1987       34.893.687              1988       35.639.597              1989       36.405.966              

Bls. | 54   

1990       37.191.456              1991       37.923.698              1992       38.656.281              1993       39.270.643              1994       39.762.152              1995       40.255.599              1996       40.722.717           4.438.776       3.624.322           1.058.791     1997       41.194.236              1998       41.658.077           4.457.414       3.665.911           1.083.110     1999       42.047.627           4.415.001       3.700.191           1.051.191     2000       42.351.345              2001       42.572.867           4.086.995       3.788.985           1.064.322     2002       42.715.936              2003       42.768.678           3.891.950       3.806.412           1.069.217     

2004       43.031.400           4.087.983       3.786.763           1.032.754      

 

 

 

 

 


Recommended