+ All Categories
Home > Documents > Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast....

Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast....

Date post: 05-Nov-2019
Category:
Upload: others
View: 4 times
Download: 0 times
Share this document with a friend
15
Staðlaráð Íslands Ársskýrsla 2017 World Standards Day 14 October 2017
Transcript
Page 1: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

Staðlaráð Íslands

Ársskýrsla 2017

Designed by Reza Rahimian - IranFormat A2 (ISO 216)

World Standards Day14 O c t o b e r 2 017

Page 2: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

Admon ehf. Advania

Alcoa Fjarðaál Arion banki hf.

Arkitektafélag ÍslandsAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Auðkenni ehf. Ábyrgar fiskveiðar ses

Byggingafræðingafélag Íslands Efla hf.

Elkem ÍslandFélag raftækjaheildsala

Fjármála- og efnahagsráðuneyti Forsætisráðuneyti

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar Framkvæmdasýsla ríkisins

Gagnaveita Reykjavíkur ehf. Geislavarnir ríkisins Greiðsluveitan ehf.

Hagar Hagstofa Íslands

Háskólinn í Reykjavík HS OrkaHS Veitur

Húsasmiðjan ICEPRO

IÐAN fræðslusetur InExchange

Innanríkisráðuneyti Íbúðalánasjóður

Íslandsbanki Íslandsstofa

Landmælingar Íslands Landsbankinn

Landsnet

Aðilar að Staðlaráði Íslands 2017

Landspítali – Háskólasjúkrahús Landssamband fiskeldisstöðva

Landssamband smábátaeigenda LandsvirkjunLímtré Vírnet

Lota ehf. Mannvirkjastofnun

Mannvit hf.Marel hf.

Markus Lifenet ehf. MATÍS ohf.

Mennta- og menningarmálaráðuneytiMíla ehf.

Netorka hf.Neytendasamtökin

NeytendastofaNorðurorka Nýherji hf.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands Orka náttúrunnar Orkufjarskipti hf.

Orkusalan Orkuveita Reykjavíkur

Orkuvirki ehf.Póst- og fjarskiptastofnun

Rafiðnaðarsamband Íslands Rafiðnaðarskólinn

Raftákn ehf. RARIK ohf.

Reiknistofa bankanna hf. Reiknistofnun Háskólans

Ríkiskaup Ræstingaþjónustan ehf.

Samband íslenskra sveitarfélagaSamorka

2 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Page 3: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

3STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Samtök atvinnulífsinsSamtök fjármálafyrirtækja

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Samtök iðnaðarins

SART – Samtök rafverktaka Seðlabanki Íslands

SíminnSkipulags- og byggingasvið Reykjavíkurborgar

SkipulagsstofnunStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Sæplast Iceland Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Stjórn Staðlaráðs Íslands 2017Davíð Lúðvíksson, formaður, Kristjana Kjartansdóttir, varaformaður

Andri Sveinsson, Emil Sigursveinsson, Jón Sigurjónsson, Margeir Gissurarson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Másson, Þorvarður Kári Ólafsson

Upplýsingatæknimiðstöð ReykjavíkurborgarUtanríkisráðuneyti

Vegagerðin Velferðarráðuneyti

Verkfræðingafélag Íslands Verkhönnun ehf.

Verkís hf. Vinnueftirlit ríkisins

Þjóðskrá Íslands Þorbjörn hf.Össur ehf.

Page 4: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

4 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Efnisyfirlit:

INNGANGUR ___________________________________________________________________ 5

Starfsmannamál ___________________________________________________________________ 6

STARFIÐ INNANLANDS _________________________________________________________ 7

Útgáfa ___________________________________________________________________________ 7

Staðfesting staðla __________________________________________________________________ 7

Kynningar- og markaðsstarf __________________________________________________________ 7

Sala staðla og annarra gagna _________________________________________________________ 8

EVRÓPUSTÖÐLUN ______________________________________________________________ 9

CEN ____________________________________________________________________________ 9

CENELEC 9

ETSI ____________________________________________________________________________ 9

ALÞJÓÐLEG STÖÐLUN _________________________________________________________ 10

ISO ____________________________________________________________________________ 10

IEC ____________________________________________________________________________ 10

NORRÆNT SAMSTARF – INSTA OG NOREK ______________________________________ 11

REKSTUR STAÐLARÁÐS ________________________________________________________ 12

ÁRSREIKNINGUR

Page 5: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

5STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Inngangur

Staðlaráð Íslands er hlutlaus og óháður vettvangur stöðlunar með góð tengsl við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf. Starfsemi ráðsins byggir á lögum nr. 36/2003 þar sem hlutverk ráðsins er skilgreint. Fjármögnun ráðsins er ekki í samræmi við lögin þar sem tekin var einhliða ákvörðun af hálfu ríkisins árið 2011 um að fjármögnun skyldi til framtíðar byggja á þjónustusamningi en ekki mörkuðum tekjustofni sem hluta af gjaldstofni tryggingagjalds, eins og lögin kveða á um.

Staðlar gegna mikilvægu hlutverki við að koma á og viðhalda hindrunarlausum viðskiptum á milli landa. Staðlar og tilskipanir um öryggi vöru gegna lykilhlutverki í þróun innri markaðar Evrópu með því að draga úr tæknilegum viðskiptahindrunum sem áður einkenndu markað- inn. Notkun staðla er ein forsenda aukinnar framleiðni og nýsköpunar í öllum greinum atvinnu lífs. Í dag eru staðlar, sem samþykktir hafa verið sem Evrópustaðlar, og jafnframt stað-festir sem íslenskir staðlar, tæplega 28.000 talsins.

Notkun staðla er jafnan valfrjáls. Með EES-samningnum hafa íslensk fyrirtæki hins vegar ótvírætt hagræði af því að fylgja evrópskum stöðlum hvort sem þau selja vörur sínar og þjón- ustu eingöngu á Íslandi eða annars staðar á Evrópumarkaði. Krafa um CE-merkingu vara sem settar eru á markað á Evrópska efnahagssvæðinu er víðtæk og nær til fjölmargra vöruflokka. Staðlar gegna í þessu sambandi stóru hlutverki við að tryggja að grunnkröfur á markaðnum um öryggi, heilbrigði og umhverfisvernd séu uppfylltar.

Þarfir íslenskra fyrirtækja, stjórnvalda og neytenda í tengslum við staðlastarf eru fjölbreyttar og spanna allt frá upplýsingaþjónustu og útvegun staðla til virkrar þátttöku í alþjóðlegri staðlagerð þar sem hagsmuna íslenskra fyrirtækja og neytenda er gætt. Staðlar gegna lykil-hlutverki í fjarskiptum, rafrænum viðskiptum og samskiptum í upplýsingatækni, að ógleymdri rafrænni stjórnsýslu.

Stöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því að finna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sameiningu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim afleiðingum að lausnir passa ekki saman. Slíkt veldur kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og samfélagið sem komast má hjá með öflugu staðlastarfi. Þátttaka í staðlastarfi er valfrjáls, eins og notkun þeirra.

Til að stöðlunarstarf geti borið tilætlaðan árangur þarf að vera til staðar vettvangur þar sem hagsmunaaðilar geta komið saman og unnið að stöðlun – vettvangur þar sem tryggt er að unnið sé eftir grundvallarreglum stöðlunar, sem tryggja gagnsæi, að tekið sé tillit til allra mikilvægra hagsmuna, að allir sem þess óska geti haft aðkomu að starfinu og að lausnir séu fengnar fram með sammæli. Staðlaráð Íslands er þessi vettvangur hér á landi. Auk þess að sjá hagsmunaaðilum fyrir þeim innviðum sem þarf til að búa til séríslenska staðla, halda skrá yfir og hafa til sölu alla íslenska staðla, og útvega aðra þá staðla sem fyrirtæki og stofnanir kunna að þurfa á að halda, er Staðlaráð aðili að evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum og þar með farvegur fyrir þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í staðlastarfi á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi og hafa áhrif á staðla sem varða framleiðslu þeirra eða starfsumhverfi.

Það vill oft gleymast í umræðum um fjármögnun staðlastarfs að rekstur Staðlaráðs sjálfs er einungis hluti af umfangi staðlastarfs á Íslandi. Fyrirtæki og stofnanir bjóða fram vinnu og þekkingu starfsmanna sinna í staðlastarfi og leggja þannig til drjúgan skerf á móti opinberum framlögum, framlögum einkaaðila, sölutekjum og öðrum rekstrartekjum Staðlaráðs. Sá skerfur

Page 6: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

6 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

er ósýnilegur og kemur hvergi fram í rekstrarreikningum, hvorki Staðlaráðs né þeirra fyrir-tækja sem leggja framlagið til.

Starfsemi Staðlaráðs og verkefni voru með svipuðu móti árið 2017 og áður og flest verkefni í föstum skorðum. Starfsemi og verkefnum fagstaðlaráða Staðlaráðs eru gerð skil í sérstökum skýrslum þeirra. Rekstrarafkoma Staðlaráðs var jákvæð um 7,4 milljónir eftir að hafa verið neikvæð í sex ár í röð. Heildartekjur urðu tæplega 126,1 milljón króna en heildarútgjöld 113,6 milljónir. Rekstrarafgangur er því 6,8 milljónir. Fjallað er nánar um fjármál síðar í skýrslunni.

StarfsmannamálBreytingar urðu á starfsmannahaldi Staðlaráðs í lok árs 2017 þegar Guðrún Rögnvaldardóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri ráðsins til 20 ára en samtals hafði Guðrún starfað í 27 ár fyrir ráðið. Staðlaráð Íslands þakkar Guðrúnu fyrir hennar óeigingjarna framlag til staðlastarfs á Íslandi og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi hjá EFTA, sem mun njóta krafta hennar á komandi árum. Við starfi framkvæmdastjóra tók Helga Sigrún Harðardóttir.

Starfsmenn Staðlaráðs Íslands árið 2017 voru eftirfarandi:

• Anna Þóra Bragadóttir, verkefnisstjóri í sölu og fjármálum• Arngrímur Blöndahl, verkefnisstjóri í byggingar- og gæðamálum, ritari BSTR• Arnhildur Arnaldsdóttir, verkefnisstjóri• Guðmundur Valsson, verkefnisstjóri í raftækni og upplýsingatækni, ritari RST og FUT• Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri• Hjörtur Hjartarson, kynningar- og markaðsstjóri• Kristbjörg Richter, móttökuritari og skjalavörður

Page 7: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

7STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Starfið innanlands

ÚtgáfaEf frá er talin reglubundin útgáfa íslenskra staðla og annarra normskjala frá CEN, CENELECog ETSI, þá voru eftirtaldir staðlar gefnir út á vegum Staðlaráðs á árinu:

ÍST DS 2451-10 Smitvarnir í heilbrigðisþjónustu – Hluti 10: Kröfur varðandi þrif ÍST INSTA 730 Stálvírar fyrir lyftur – Vinnureglur vegna förgunar ÍST INSTA 500-2 Reglubundin öryggisskoðun á lyftum, rúllustigum og rúlluböndum fyrir gangandi umferð

ÍST 85 Equal wage management system – Requirements and guidance (ensk þýðing)

Á árinu var unnið að íslenskri þýðingu á staðlinum ISO 15489-1 Upplýsingar og skjalfesting – skjalastjórn – 1. hluti: Hugmyndir og meginreglur, en séríslenski staðallinn ÍST 85 var þýddur og gefinn út á ensku.

Fagstaðlaráð skila sérstökum skýrslum um starfsemi sína þar sem nánar er greint frá útgáfu-verkefnum.

Staðfesting staðlaStaðfestingarnefnd starfar á vegum stjórnar og sér um að staðfesta staðla. Í nefndinni sitja Davíð Lúðvíksson, formaður Staðlaráðs, og Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti. Varamaður er Þorvarður Kári Ólafsson frá Þjóðskrá Íslands.

Á árinu voru staðfestir 1685 íslenskir staðlar og 993 staðlar voru felldir úr gildi. 2410 frum-vörp voru auglýst til umsagnar. Í lok ársins 2017 voru 27285 staðlar í gildi á Íslandi.

Kynningar- og markaðsstarfRafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út þegar þurfa þykir, en fjöldi áskrifenda óx úr úr 2800 í lok árs 2016 í 3200 í lok ársins 2017. Fréttabréfið er notað til þess að senda út fréttir, stuttar tilkynningar um útgáfu staðla, námskeið og viðburði. Tvö tölublöð Staðlamála, fréttabréfs Staðlaráðs, komu að venju út á árinu. Meginefni þeirra var umfjöllun um áhættustjórnun, um alþjóðlega staðla um ævintýraferðir í ferðaþjónustu, um alþjóðlegan staðal til að sporna gegn mútuþægni, um innleiðingu jafnlaunakerfis hjá embætti Tollstjóra, um staðalinn ÍST 151 fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði, og um ISO 55001, alþjóðlegan staðal um eignastjórnun.

Nýútgefið efni var kynnt markhópum sem og almennum áskrifendum að fréttabréfum Staðlaráðs, auk þess sem vakin var athygli á nýjum verkefnum á vegum Staðlaráðs og því sem hæst bar í staðlaheiminum. Fréttir eru jafnframt birtar á vef Staðlaráðs.

Starfsfólk Staðlaráðs tekur þátt í ráðstefnum eftir efnum og aðstæðum og heldur erindi og kynningar á margvíslegum vettvangi, svo sem fyrir faghópa og nemendur í háskólum. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs hélt meðal annars almenna kynningu á stöðlum hjá Mann-virkja stofnun og kynnti staðla á fundi hjá Sambandi íslenskra prófunarstofa.

Page 8: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

8 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Starfsmaður Staðlaráðs kenndi tvær kennslustundir hjá Háskólanum í Reykjavík um CE-merkingu lækningatækja, en það er hluti námsefnis skólans í heilbrigðisverkfræði.

Eitt öflugasta kynningartæki Staðlaráðs eru námkeið á þess vegum. Átta almenn námskeið og eitt sérnámskeið voru haldin á vegum Staðlaráðs á árinu: Þrjú námskeið voru haldin um ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana, þar af eitt sérnámskeið fyrir Rannsóknastofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði; tvö námskeið um innri úttektir samkvæmt ISO 19011, eitt um stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 og tvö námskeið um CE- merkingu véla, þar af var annað sérnámskeið fyrir Marel hf. Fjöldi þátttakenda á síðartalda námskeiðinu var yfir 40 manns. Nýlegt námskeið Staðlaráðs um áhættustjórnun samkvæmt ISO 31000 var haldið tvisvar sinnum á árinu. Að frátöldum þátttakendum á sérnámskeiðinu fyrir Marel hf, var fjöldi þátttakenda á námskeiðum Staðlaráðs 93 á árinu 2017 og fjölgaði um 33 frá árinu á undan. Að meðtöldum þátttakendum á sérnámskeiðinu fyrir Marel var fjöldi þátttakenda um 133.

Staðlaráð leitast við að útbreiða og auðvelda notkun staðla í skólum. Í því skyni er nemendum almennt veittur 40-50% afsláttur af verði staðla og eins er samið við kennara einstakra nám-skeiða um tímabundinn frían aðgang nemenda að tilteknum stöðlum. Námskeiðahaldarar fá almennt 33% afslátt af verði staðla.

Fagstaðlaráð skila sérstökum skýrslum um starfsemi sína þar sem nánar er greint frá kynn-ingarverkefnum.

Sala staðla og annarra gagnaGóð reynsla er komin á svonefnt Staðlaský, þjónustu sem gengur út á að veita aðgang að þýddum og séríslenskum stöðlum í gegnum Netið.

Af einstökum gögnum voru þessi söluhæst, miðað við fjölda eintaka:

ÍST EN ISO 9001:2015ÍST 51:2001ÍST 85:2012ÍST 30:2013ÍST 200:2006

Af einstökum staðlaflokkum voru mestar tekjur af ÍST EN stöðlum annars vegar og þýddum og séríslenskum stöðlum hins vegar. Síðan koma tekjur af endursölu staðla frá ISO og IEC.

Page 9: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

9STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Evrópustöðlun

Þátttaka í evrópsku staðlastarfi er veigamesti hlutinn af verkefnum Staðlaráðs. Með aðild að evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC og aukaaðild að ETSI er Staðlaráð skuld- bundið til að gera Evrópustaðla (EN) að íslenskum stöðlum og auglýsa frumvörp og nýja staðla samkvæmt reglum samtakanna. Auglýsingarnar eru birtar í Staðlatíðindum sem eru öllum aðgengileg á heimasíðu Staðlaráðs, www.stadlar.is. Vel á þriðja hundrað aðilar fá til- kynningu með tölvupósti þegar ný Staðlatíðindi koma út á vef Staðlaráðs.

CENYfir 300 tækninefndir störfuðu á vegum CEN í lok árs 2017. Heildarfjöldi staðla og annarra normskjala frá CEN var 16651 í lok ársins. Staðlaráð er ekki í stakk búið til að fylgjast með öllum verkefnum á vegum CEN. Á sviðum þar sem íslenskir faghópar eru starfandi er fylgst með verkefnum sem mest þykja snerta íslenska hagsmuni og virk þátttaka er fyrst og fremst á sviðum byggingariðnaðar og upplýsingatækni. Einnig er fylgst með störfum nokkurra nefnda CEN af einstökum aðilum sem eiga hagsmuna að gæta. Með þessu er verið að halda uppi lágmarks hagsmunagæslu með sem minnstum tilkostnaði. Starfsmenn Staðlaráðs sóttu aðal-fund og fundi í framkvæmdastjórn og tækniráði CEN til að gæta heildarhagsmuna Íslendinga. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs gegndi embætti varaforseta CEN og formanns tækniráðs CEN tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og CENELEC halda tvisvar á ári.

CENELECÁrið 2017 voru 78 tækninefndir starfandi á vegum CENELEC. Fjöldi gildra staðla og annarra normskjala frá CENELEC var í árslok 7026. Staðlaráð, í samvinnu við Rafstaðlaráð, gætir íslenskra hagsmuna á raftæknisviðinu. Aðilar innan Rafstaðlaráðs fylgjast sérstaklega með störfum u.þ.b. þrjátíu nefnda CENELEC og fá send til sín nefndagögn þeirra. Starfsmaður Mannvirkjastofnunar situr í tækninefnd CENELEC um raflagnir bygginga (TC 64) fyrir hönd Staðlaráðs. Þá tekur starfsmaður Staðlaráðs þátt í ýmsum vinnuhópum á vegum CENELEC.

Starfsmenn Staðlaráðs sóttu þrjá fundi hjá tækniráði CENELEC, sem og aðalfund samtak- anna.

ETSIStaðlafrumvörp frá ETSI eru auglýst til umsagnar jafnóðum og þau berast og Evrópustaðlar frá ETSI eru staðfestir sem íslenskir staðlar. Að öðru leyti tekur Staðlaráð ekki þátt í störfum ETSI. Í árslok 2017 var fjöldi íslenskra staðla frá ETSI um 3470.

Page 10: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

10 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Alþjóðleg stöðlun

ISOAðild Staðlaráðs að Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO felur ekki í sér skuldbindingu um að ISO-staðlar séu gerðir að íslenskum stöðlum. Af þeim sökum og vegna takmarkaðra starfs- krafta og fjárráða tekur Staðlaráð lítinn þátt í tækninefndum ISO. Fagstaðlaráð í fiskimálum, FIF, tekur þó virkan þátt í tækninefnd ISO á sviði fiskveiða og fiskeldis. Tveir af aðilum Staðla- ráðs, Markus Lifenet ehf og Össur hf, eru einnig virkir í störfum tækninefnda ISO, hvor á sínu sviði.

Framkvæmdastjóri sækir jafnan aðalfund ISO.Aðildarlönd ISO voru 162 talsins í lok ársins. Á vegum samtakanna störfuðu 3493 tækni-

nefndir, undirnefndir og vinnuhópar. Fjöldi ISO-staðla og normskjala var 21991, þar af voru 1578 gefin út árið 2017.

IEC Staðlaráð Íslands er aukaaðili að Alþjóða raftækniráðinu IEC og sóttu framkvæmdastjóri Staðlaráðs og ritari Rafstaðlaráðs aðalfund þess. Aukaaðilum er heimil takmörkuð þátttaka í störfum tækninefnda samtakanna og er Staðlaráð skráð sem þátttakandi í einni nefnd. Samkvæmt sérstöku samkomulagi IEC og CENELEC eru mjög margir IEC-staðlar gefnir út samtímis sem Evrópu- staðlar og eru því gerðir að íslenskum stöðlum.

Aðildarlönd að IEC eru samtals 85. Að auki eru tæplega 90 þróunarlönd nokkurs konar áheyrnaraðilar. Á vegum IEC starfa 203 tækninefndir og undirnefndir auk mikils fjölda vinnu-hópa. Heildarfjöldi útgefinna IEC-staðla og annarra normskjala var 7537 í árslok, þar af voru 634 gefin út á árinu 2017.

Page 11: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

11STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Norrænt samstarf – INSTA og NOREK

Staðlastofnanir Norðurlandanna hafa með sér töluvert samstarf, sem er þó að mestu leyti óformlegt. Samstarfið felst aðallega í gagnkvæmri upplýsingagjöf og samræmingu afstöðu til ýmissa mála innan evrópsku og alþjóðlegu staðlasamtakanna, eftir því sem tilefni er til. Íslendingar hafa notið góðs af þessu. Samstarf norrænu rafstaðlastofnananna kallast NOREK en almennu staðlastofnananna INSTA.

Framkvæmdastjórar og stjórnarformenn almennu staðlastofnananna funda að jafnaði annað hvert ár. Á milli þeirra funda hittast framkvæmdastjórar staðlastofnananna á óformlegri fundum eftir þörfum.

NOREK-fundir eru venjulega haldnir árlega. Að þessu sinni var fundi NOREK, sem vera átti í Finnlandi, frestað.

Framkvæmdastjórar og formenn norrænu staðlastofnananna funduðu á vegum INSTA í Osló í október.

Verkefni styrkt af Nordic InnovationSamnorrænt verkefni sem styrkt er af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni hófst á árinu 2014 og beinist að þróun staðla sem tryggja að tekið sé tillit til hreinlætis við hönnun vélbúnaðar í kjöt- og fiskiðnaði. Matís og Marel taka einnig þátt í verkefninu.

Öðru samnorrænu verkefni, sem einnig var styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni, var framhaldið á árinu 2017 og verður lokið árið 2018. Það felst í því að kanna efnahagslegan ávinning af notkun staðla meðal tæplega 1200 fyrirtækja í átta atvinnugreinum á öllum Norður-löndunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að notkun staðla hefur leitt til 39% framleiðniaukningar að meðaltali og 28% aukningar á landsframleiðslu á árunum 1976-2014. Árleg framleiðniaukning mælist því um 0,7% vegna staðlanotkunar. Langstærstur hluti stjórn-enda fyrirtækja, eða 87%, segja staðla mikilvæga þegar kemur að framtíðaruppbyggingu viðskipta og 73% þeirra telja ávinninginn af notkun staðla við starfsemi og rekstur fyrirtækja meiri en kostnaðinn við kaup á þeim og innleiðingu. Lokaskýrsla verkefnisins lá fyrir um miðjan maí 2018 og verður ráðist í kynningarátak á niðurstöðum þess á árinu.

Page 12: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

12 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

Rekstur Staðlaráðs

Staðlaráð Íslands er hlutlaus og óháður vettvangur stöðlunar með góð tengsl við evrópskt og alþjóðlegt staðlastarf. Starfsemi ráðsins byggir á lögum nr. 36/2003 en í þeim er staðfest sam-komulag sem gert var milli atvinnulífsins og stjórnvalda við stofnun ráðsins, um grunnfjár-mögnun á staðlastarfi á Íslandi með fastri tengingu við gjaldstofn tryggingagjalds. Þetta var gert til að tryggja skilvirka þjónustu Staðlaráðs, en atvinnulífið og almenningur eru ótvírætt stærstu hagsmunaaðilar staðlastarfsins. Þar sem óraunhæft er að ætla öllum fyrirtækjum og stofnunum að vera virk í staðlastarfi og borga aðildargjöld að Staðlaráði, fólst samkomulagið í því að ríkið tæki að sér innheimtu á lítilsháttar framlagi frá öllum laungreiðendum í landinu og skilaði því til Staðlaráðs til að standa undir kostnaði við að halda grunnstarfseminni gang-andi.

Þetta lögfesta samkomulag hélst óbreytt allt til ársins 2012 og skapaði ákveðna festu og fyrirsjáanleika í starfseminni þó sveiflur í umsvifum atvinnulífsins á Íslandi hafi oft verið miklar, ekki síst á árunum eftir hrun. Til að bregðast við þessum sveiflum var myndaður vara-sjóður hjá Staðlaráði sem skipti sköpum á hrunárunum, þannig að stjórn ráðsins gat afþakkað tilboð ríkisins um að setja Staðlaráð á fjárlög á árunum 2009 til 2011. Þegar atvinnulífið fór aftur að rétta úr kútnum frá og með árinu 2012 ákvað fjármálaráðuneytið hins vegar einhliða að aftengja þetta ákvæði laganna (án þess þó að breyta lögunum) og hafa stjórnvöld síðan staðið fyrir stöðugum niðurskurði á fjármögnun starfseminnar þannig að í óefni hefur stefnt. Hlutverk og helstu verkefni Staðlaráðs eru hin sömu og áður og ef fyrrgreint samkomulag hefði staðið fyrir árið 2017 hefðu tekjur ráðsins af staðlagjaldinu orðið 92,8 milljónir króna en ekki 62 eins og nú eru á fjárlögum. Skerðingin á þessum hluta starfseminnar nemur því þriðjungi. Frá sjónarhóli atvinnulífsins má segja að innheimtuaðilinn sem samið var við hafi nú náð að stinga þriðjungi af því sem hann innheimtir í eigin vasa – í berhöggi við lög. Af hálfu ríkisins er þetta réttlætt með því að ríkið hafi ákveðið að hverfa frá svokölluðum mörkuðum tekjustofnum.

Það segir sig sjálft að Staðlaráð hefur af þessum sökum þurft að fækka starfsfólki og mögu-leikarnir á að halda uppi faglegu starfi og nauðsynlegri þjónustu við atvinnulífið þrengst að sama skapi. Stjórn og starfsmenn Staðlaráðs hafa gert það sem í þeirra valdi hefur staðið til að halda uppi þjónustu og verja þann mannauð og þekkingu sem starfsemin byggir á. Þetta hefur reynt verulega á starfsmenn og ákvað t.d. framkvæmdastjóri ráðsins til langs tíma, Guðrún Rögnvaldardóttir, að skipta um starfsvöll á síðasta ári. Með henni hverfur hátt í þriggja ára-tuga reynsla úr ranni Staðlaráðs á einu bretti. Ég vil nota tækifærið hér og þakka Guðrúnu fyrir einstaklega faglegt og metnaðarfullt starf fyrir Staðlaráð Íslands, bæði sem almennur starfsmaður og síðar sem framkvæmdastjóri. Ég vil líka þakka starfmönnum Staðlaráðs, sem staðið hafa með okkur í stjórninni í gegnum þykkt og þunnt á síðustu árum, fyrir frábært starf og alla þolinmæðina við að halda starfseminni gangandi í miklum mótbyr. Fyrst með hruninu og síðan með niðurskurði stjórnvalda.

Eins og fram kom á síðasta aðalfundi var eiginfjárstaða Staðlaráðs sjálfs án fagráða komin hættulega nálægt núllinu og var varasjóðurinn nær uppurinn um síðustu áramót. Það var því ljóst að ekki var hægt að halda áfram á sömu braut. Með verulegu aðhaldi, nýjum samn-ingum og auknum sölutekjum vegna endurnýjunar á söluháum stöðlum á síðasta ári tókst að

Page 13: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

13STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

snúa við rekstrinum a.m.k. tímabundið. Heildartekjur hækkuðu um 11% milli ára og munar þar um samning við velferðarráðuneytið um opinn lesaðgang að jafnlaunastaðlinum ÍST 85, nýja íslenska útgáfu á ÍST EN ISO 9001:2015, söluaukningu á stöðlum almennt og aukið nám-skeiðahald. Heildargjöld hækkuðu hins vegar lítið eða um tæplega 1% þannig að hagnaður af rekstrinum varð um 7,3 milljónir króna á móti 6,8 milljón króna tapi árið áður. Sölutekjur hækkuðu um 69% milli ára, úr 21,6 milljónum í 36,4. Framlag á fjárlögum hækkaði um 0,5 milljónir frá fyrra ári og var 62 milljónir. Framlög til fagvinnu og aðrar tekjur lækkuðu um 4% milli ára til viðbótar við 14% lækkun árið á undan, sem getur komið niður á tekjuöflun til lengri tíma. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 5,6% milli ára, launakostnaður um 4% en verkefnakostnaður lækkaði um rúm 14,5%.

Eins og fram kemur í ársreikningi er eigið fé Staðlaráðs um áramót jákvætt um 5,5 millj-ónir króna, þar af 8,6 mkr. í varasjóði og mínus 3,1 mkr. í óráðstöfuðu eigin fé. Eigið fé fag-staðlaráðanna er hins vegar jákvætt um samtals 22,9 milljónir sem er auðvitað afar ánægjulegt, því þannig hefur það ekki alltaf verið. Stundum hefur Staðlaráð þurft að leggja einstaka fag-staðlaráðum til eigið fé úr varasjóðnum.

Væntingar voru bundnar við starfshóp atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem var stofnaður í janúar 2015 til að móta opinbera stefnu í staðlamálum og gera tillögu að aðgerðaáætlun, m.a. um að efla staðlastarf á Íslandi og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess til frambúðar. Hópurinn skilaði skýrslu til ráðherra í maí 2017. Helstu niðurstöður hans voru að fulltrúar stjórnvalda, með staðfestingu ráðherra, tóku undir megin þætti í stefnu og fram-tíðarsýn Staðlaráðs sem mótuð var 2014 og sett fram með eftirfarandi hætti:

„Íslenskt atvinnulíf og stjórnvöld nýti staðla og stöðlun samfélaginu öllu til hagsbóta, og íslenskra hagsmuna sé gætt með öflugri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði stöðlunar.“Þar voru jafnframt sett fram þrjú meginmarkmið:• Staðlaráð Íslands sé virk og viðurkennd miðstöð stöðlunarstarfs á Íslandi. • Staðlaráð Íslands veiti íslensku atvinnulífi, stjórnvöldum og almenningi fyrsta flokks þjón-

ustu.• Staðlaráð Íslands hafi áhrif í erlendu samstarfi á sviði stöðlunar.

Stjórnvöld lögðu til að færa aukin verkefni á sviði rafrænna viðskipta til Staðlaráðs auk þess sem hópurinn lagði til að þjónusta við viðskiptavini yrði bætt og aukin, m.a. með betri vef og vefverslun. Þá var lagt til að stofnaður yrði nýr starfshópur, skipaður fulltrúum ráðuneyta, sem ætlað yrði að skoða hvaða verkefni Staðlaráð ætti að vinna fyrir stjórnvöld og leggja mat á hversu marga starfsmenn og hve mikið fjármagn þyrfti til að sinna þeim verkefnum. Ekki hefur orðið af skipan þess hóps.

Á síðasta ári var ákveðið að Staðlaráð Íslands, m.a. með stuðningi frá samtökum í atvinnu-lífinu, tæki þátt í verkefni með staðlaráðum hinna Norðurlandanna um mat á efnahagslegum áhrifum staðla. Niðurstaða verkefnisins liggur fyrir og sýnir m.a. sterk orsakatengsl milli útgáfu og notkunar staðla og aukinnar framleiðni í atvinnulífinu. Þessar niðurstöður eru svipaðar niðurstöðum samskonar úttektar sem fór fram í Bretlandi.

Þrátt fyrir að tekist hafi að snúa við rekstri Staðlaráðs á árinu 2017 er þar að talsverðum hluta til um að ræða tekjur sem ekki eru tryggðar til framtíðar. Mikilvægi staðlastarfs er hins vegar ótvírætt og því enn brýnt að leita leiða til að renna styrkari stoðum undir starfsemina. Það

Page 14: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

14 STAÐLARÁÐ ÍSLANDS

verður því ærið verk að vinna fyrir stjórn, nýjan framkvæmdastjóra, Helgu Sigrúnu Harðar-dóttur, sem við bjóðum velkomna til starfa, og starfsmenn Staðlaráðs Íslands, að skerpa áherslur og vinna áfram að eflingu og uppbyggingu starfseminnar í takti við þarfir atvinnulífs, almenn-ings og stjórnvalda á komandi árum.

Davíð Lúðvíksson, formaður Staðlaráðs Íslands

Page 15: Ársskýrsla 2017 - stadlar.is · tímabilið 2013-2017 og sótti ýmsa fundi sem því tengjast. Kynningar- og markaðsstjóri sótti fundi um sölu- og kynningarmál sem CEN og

Recommended